Saga - 2009, Blaðsíða 192
ritraðarinnar, annar ritstjóri hennar og útgefandi tveggja binda og
hins þriðja að hálfu. Þrír yngri fræðimenn eru útgefendur hins helm-
ings bindanna fimm: bókmenntafræðingurinn erna Sverrisdóttir
(f. 1967, BA 1994) og sagnfræðingarnir Sigrún Sigurðardóttir (f. 1973,
BA 1998) og Davíð Ólafsson (f. 1971, BA 1995). Þau Sigrún og Davíð
höfðu bæði verið nemendur Sigurðar Gylfa í háskóla og fylgst með
rannsókn hans á þeim Strandabræðrum.14
Án þess að hér sé vettvangur til að segja kost og löst á hverju ein-
stöku bindi ritraðarinnar er þó tilefni til að benda á hvað Sigrún,
yngsti útgefandinn, tekur verk sitt öruggum tökum. Hún velur flókna
og vandasama aðferð: skipar sendibréfunum í stutta bálka, oftast frá
aðeins einum bréfritara í senn en báðar hliðar bréfaskipta þar sem
henni þykir þurfa. Hvern bálk innleiðir hún með stuttum og efnis-
ríkum inngangskafla, heldur sig þar hvorki við auðveldan uppfletti -
fróðleik né einfalda greinargerð fyrir efni eftirfarandi bréfa heldur
tengir, túlkar og skýrir á grundvelli rannsóknar sinnar á bréfasöfnunum
í heild. Þetta gerir hún af myndugleik og án þess að lesandi greini á
nokkurn hátt handbragð byrjandans. Sigrúnu má þannig nefna sem
skýrt dæmi, og þó fjarri því hið eina, um að ungir fræðimenn hafi
tekið skjótum þroska í samstarfi og félagsskap við Sigurð Gylfa.15
Hér hef ég gerst helst til bráðlátur að lýsa fjórtán bóka flokki á
grundvelli fyrstu fimm bindanna. en með hinu sjötta urðu gagngerar
breytingar á ritröðinni.16 ekki þó þannig að hún fjaraði út þegar styrk-
tímabil Landsbankans var á enda; útgáfan varð raunar ekki eins árviss
framvegis en tvö og þrjú bindi sum árin gerðu betur en bæta það upp.
Ritstjórum fjölgaði; til liðs við þá Sigurð og kára komu Davíð Ólafs-
son, meðútgefandi 5. bindis, og Már Jónsson prófessor í sagnfræði —
fyrsti fasti háskólakennarinn sem kemur við sögu bókaflokksins. kári
hvarf hins vegar úr röð ritstjóra eftir 6. bindið og má líta svo á að
Davíð hafi fyllt skarð hans en Már breikkað hópinn með nýjum hugðar-
efnum.
helgi skúli kjartansson192
14 Sigurður lýsir því í Menntun, ást og sorg (bls. 8) hvernig hann bar sig saman við
tvo eins konar bakhópa, annars vegar stóran þverfaglegan hóp fræðimanna,
hins vegar þröngan hóp nemenda sinna sem hann hitti reglulega, las með þeim
fræðitexta og bar undir þau handrit að bókinni. Í 9. bindi lýsir hann sambæri-
legum hópi nemenda og fræðimanna sem hann hafði samráð við um það verk.
Þetta eru athyglisverð vinnubrögð sem of sjaldan eru viðhöfð.
15 Þetta þekki ég ekki nema úr fjarlægð, get þó ekki annað en borið það saman
við þau hvetjandi áhrif Björns heitins Þorsteinssonar sem ég naut sjálfur og
margir sagnfræðingar af minni kynslóð.
16 Best lýst í formála 9. bindis (sjá nánar hér á eftir), bls. 9–10.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 192