Saga - 2009, Blaðsíða 145
nánast út upphaflegu merkinguna.95 yfirlýsing Höllu Tómasdóttur,
sem fyrr var vitnað til, um að ólíkt okkur hafi Dönum ekki dottið „í
hug að kaupa Magasin du Nord“96 verður fyrst og fremst skopleg í
ljósi þess sem gerðist ári seinna, og það verður líka lagið „Vi vil købe
Parken“ sem tvöþúsund raupsamir íslenskir riddarar sungu á knatt-
spyrnuleik gegn Dönum á þeim árum sem góðærið virtist engan endi
ætla að taka.97 Írónía íslensku útrásarinnar liggur í því að í nokkur
ár vorum við ótrúlegasta fjármálaveldi veraldar, en svo kom í ljós að
við sköruðum fyrst og fremst fram úr í óábyrgri fjárfestingastefnu
og bruðli. Þessari söguskýringu kom Ekstrabladet á framfæri með
söfnun sinni fyrir framan Magasin Du Nord.
Fáir atburðir í Íslandssögunni bjóða jafn auðveldlega upp á írón-
íska túlkun og saga útrásaráranna sé hún lesin í heild sinni. Þó er
hætta á því að hörðustu greinendum hrunsins verði brigslað um róg-
burð, líkt og Hannes Hólmsteinn Gissurarson gerði sumarið 2008
þegar hann uppnefndi Robert Wade, prófessor við London School
of economics, fyrir að benda réttilega á að íslenska hagkerfið stæði á
brauðfótum. Hannes bar Wade saman við sautjándu aldar sagnarit-
arann Dithmar Blefken, sem er frægur fyrir rógsrit sitt um íslensku
þjóðina. Hannes segir útlending þennan hafa þóst „þekkja vel til á
Íslandi og fræddi umheiminn á ýmsum furðusögum, sennilega með
aðstoð hraðlyginna Íslendinga“.98 Pistill Hannesar er nú sjálfur einn
af fjölmörgum írónískum textum hrunáranna.
Þeir Íslendingar sem hyggjast beita írónískri söguskýringu á sam-
tímann mega búast við því að verða sakaðir um að tala ekki máli
þjóðar sinnar af þeim sem vilja endurskrifa sögu hrunsins í því skyni
vogun vinnur … 145
95 Paul de Man, „The Rhetoric of Temporality“, Blindness and Insight: Essays in the
Rhetoric of Contemporary Criticism, 2. útg. aukin. (Minneapolis: University of
Minnesota Press 1983), bls. 187–228. Ég ræði kenningar de Man nánar í grein
minni, „Staðleysan Ísland og mýtan um okkur sjálf“.
96 Vef. Viðar Þorsteinsson, „Markaðurinn mun svara kallinu“. Viðtal við Höllu
Tómasdóttur, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, 5. mars 2007.
97 Vef. Grímur Atlason, „Vi vil købe Parken“, http://blog.eyjan.is/grimuratla-
son/2009/08/02/vi-vil-købe-parken/, sótt 23. október 2009. Freistandi væri
að skýra áhuga íslenskra fjárfesta á þekktum eignum í kaupmannahöfn sem
eftirköst nýlendutímans. Íslendingarnir hafi verið svo æstir í að sanna sig fyrir
gömlu herraþjóðinni að þeir hafi farið fram úr sér og um leið staðfest í fallinu
alla gömlu fordómana. Þessi skýring dugar þó illa þegar kemur að því að greina
vafasamar fjárfestingar íslenskra athafnamanna annars staðar í heiminum.
98 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, „Nýr Blefken?“, Fréttablaðið 8. júlí 2008, bls. 20.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 145