Saga - 2009, Blaðsíða 210
Á eftir fræðilegu yfirliti koma tveir kaflar sem ræða fornleifar, örnefni
og ritaðar heimildir. Sá fyrri varpar ljósi á þá erfiðleika sem felast í að túlka
jafnsundurleitar heimildir og steinristur frá því snemma á járnöld, mýra-
fundi og grafarmuni á borð við gullþynnur, myndskífur og hið ríkmannlega
haugfé Ásubergsgrafarinnar. Fornleifar sýna hið kvenlega á ólíkan hátt á
mismunandi tímum og það er erfitt eða jafnvel ómögulegt að gera sér grein
fyrir hvort kvenkyns verur tákni mennskar konur, hofgyðjur eða kvenleg
goðmögn. Heimildir frá örnefnum eru eftirtektarverðari; hlutfallslega eru
miklu færri örnefni kennd við Frigg en þau sem tengjast Freyju eða bróður hennar.
Sú staðreynd bendir að dómi Ingunnar til þess að Frigg hafi borist tiltölu-
lega seint til Norðurlanda, en hún telur að germönsk þjóðarbrot hafi haft
Óðin og hina æsina í farteskinu við komuna þangað á fyrstu öldum eftir
krist. Í stuttu máli gefa fornleifar og örnefni til kynna að einhvers konar
gyðjudýrkun hafi verið til á Norðurlöndum frá því á bronsöld, að fundar -
staðir muna sem tákna konur séu oft í nálægð við vatn og að helgir staðir
utandyra í Danmörku, Svíþjóð og á vesturströnd Noregs hafi oftar verið
kenndir við goð af Vanaættum en við Frigg.
Ritaðar heimildir hafa bæði kosti og galla. Þær veita okkur upplýsingar
um nöfn gyðjanna, bæði frá evrópu í heiðnum sið í Merseburgsæringunum
og í suður- og vesturgermönskum heitum fyrir föstudag, þar sem Frigg er
áberandi en Freyja óþekkt. Loks má nefna íslenskar miðaldaheimildir frá
kristnum tímum. Heildstæðar frásagnir af þessum tveimur gyðjum eru rýrar;
stakar tilvísanir í þær eru fleiri, en jafnframt er erfiðara að ráða í þær. yfirliti
yfir efnið lýkur með stuttri endursögn og í 5. kafla, „Af einni rót“, hefst loks
greiningin. eðli málsins samkvæmt þarf Ingunn oft að endurtaka efni sem
rætt var fyrr í bókinni en í þessum kafla heldur hún því fram að í rituðu
heimildunum hafi Frigg og Freyja aðskilin hlutverk. Frigg er móðir Baldurs
og eiginkona Óðins og tengist spádómi nokkuð; Freyja er gyðja frjósemi og
dauða og tengist gersemum. Frigg er óvirk og ætti ef til vill aðeins að vera
álitin viðhengi Óðins; ekkert fær hana til að grípa til aðgerða nema atburðirnir
sem tengjast dauða Baldurs og hún virðist ekki nota spádómsgáfuna sem
hún er látin búa yfir í Lokasennu. Ingunn viðurkennir reyndar að margar
sagnir um Frigg kunni að hafa glatast en minnir ef til vill lesandann ekki
nógu oft á að heimildir okkar eru aðeins brot af því sem upprunalega var til.
Ólíkt Frigg er Freyja á faraldsfæti, sjálfstæð, kynferðisleg og máttug. Hún
stenst einfeldningslegar tilraunir Loka og Þórs til að skipta á henni og hamri
Þórs við Þrym og hún á hálfan val. Það kemur á óvart hve fáir eiginleikar
eru sameiginlegir með gyðjunum tveim; ef gert er ráð fyrir að Gefjun sé sér -
stök gyðja frekar en holdgerving Freyju, skarast þær aðeins í frásögn Saxa
málspaka af því sem virðist vera önnur útgáfa af Sörla þætti, en hjá Saxa er
sagan eignuð Frigg. Ingunn bendir á að nafn Gefjunar sé grunsamlega líkt
Gefnar (einu auknefni Freyju) og að forspárhæfileikar Gefjunar, eiginleiki
sem hún deilir með Frigg, gæti þá mögulega líka tilheyrt Freyju. Á hinn bóg-
ritdómar210
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 210