Saga - 2009, Blaðsíða 130
sér að þar hefur einn leikið aðalhlutverk öðrum fremur, farist
margt vel úr hendi en annað miður. Þessi maður er auðvitað
Davíð oddsson sem í embætti forsætisráðherra og formanns
bankastjórnar Seðlabankans hefur mótað íslenskt samfélag und-
anfarna tvo áratugi meira en nokkur annar.50
Svo hatrammur er Ólafur í gagnrýni sinni á Davíð oddsson51 að
Guðmundur Andri Thorsson, sem er enginn aðdáandi Sjálfstæðis -
flokks ins, lætur í það skína að eftir lesturinn sé maður óvart farinn
að halda með forsætisráðherranum gamla.52
Davíð oddsson er vitaskuld ekki eini stjórnmálamaðurinn sem
kalla má til ábyrgðar ef út í þá sálma er farið, þótt hann sé líklega sá
sem oftast er nefndur.53 ekki má gleyma Geir Haarde og Fram sóknar -
guðni elísson130
50 Ólafur Arnarson, Sofandi að feigðarósi, bls. 183.
51 Dæmi um misheppnaða tilraun til þess að færa ábyrgð yfir á Davíð oddsson er
kaflinn „Úlfur, úlfur!“ þar sem Ólafur segir Davíð hafa orðið tvísaga. Snemma
árs 2008 átti Davíð að hafa varað íslenska ráðamenn við því að allt stefndi í óefni
hjá bönkunum, en síðan fer hann í viðtal í mars 2008 hjá bresku sjónvarpsstöðinni
Channel 4 þar sem hann segir allt í himnalagi. Á síðum 125–128 hamrar Ólafur
á þessari stórundarlegu hegðun, en lýkur svo máli sínu með þessum orðum:
„Davíð oddssyni til málsbóta má vitanlega segja að hann gat varla haft hátt um
áhyggjur sínar af íslenskum bönkum á opinberum vettvangi allra síst í erlendum
fjölmiðlum; slík hreinskilni manns í hans stöðu hefði að sjálfsögðu knésett bank-
ana með það sama“ (Sofandi að feigðarósi, bls. 128). Hér vaknar strax sú spurn-
ing hvers vegna Ólafur eyðir fjórum síðum í að skamma Davíð oddsson fyrir
að gera ekki það sem hefði sett landið á hausinn hálfu ári fyrr en ella?
Ólafur reynir einnig hvað hann getur að tengja hörð viðbrögð breskra
ráðamanna við kastljósviðtalinu við Davíð sem sjónvarpað var 7. október 2008
og hann gengur svo langt að segja yfirlýsingu Alistairs Darling, fjármálaráðherra
Bretlands, um að samtalið við Árna Mathiesen hafi orðið til þess að „hryðju-
verkalögum var beitt gegn Íslandi“ eftiráskýringu sem standist tæplega skoðun
(Sofandi að feigðarósi, bls. 20). Þetta er rangt hjá Ólafi vegna þess að Darling gefur
þessa skýringu strax morguninn eftir samtalið við Árna. Sjá ed Bowsher: „Alistair
Darling has just told the BBC that the government will fully compensate sa-
vers in Icesave“, 8. október 2008. Í frétt Bowshers segir m.a.: „The Chancellor
also revealed that he had spoken to Iceland’s finance minister yesterday and
been told that Iceland wouldn’t compensate Uk savers in Iceland. Darling was
clearly angered by this answer.“ Sjá Vef. http://www.lovemoney.com/news/ma-
nage-your-finances/darling-backs-icesave-1973.aspx, sótt 10. október 2008.
52 Vef. Guðmundur Andri Thorsson, „ekkert fyrir allt? – dagbók flettarans 6.–7.6.09“,
http://tmm.forlagid.is/?p=1680, sótt 8. október 2009.
53 einar Már Guðmundsson, Hvíta bókin, bls. 14 og Roger Boyes, Meltdown Iceland,
t.d. bls. 6, 31–32 og 41–42. Boyes gengur svo langt að segja að persónulegt stríð
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 130