Saga - 2009, Blaðsíða 138
að líta framhjá þeirri staðreynd að Íslendingar voru ekki einir á kafi í
lánsfjársukkinu sem einkennt hefur vestrænt viðskiptalíf frá upp-
hafsárum aldarinnar. Allir þeir bresku og hollensku einstaklingar og
bresku líknarsamtök, spítalar, háskólastofnanir, stéttarfélög og sveit-
arstjórnir sem kusu að leggja peningana sína inn á hávaxtareikninga
Landsbankans í útlöndum tóku þátt í þeirri veruleikafirringu sem
Alexandra vill einskorða við íslenskan hugsunarhátt. Það má ekki
svipta þessa aðila ábyrgð fremur en íslenskan almenning.
Þessir varnaglar breyta því ekki að þrátt fyrir heimskreppuna
hafa Íslendingar nokkra sérstöðu í samfélagi þjóðanna. Hvergi virðast
menn hafa farið fram af meiri óvarkárni og hvergi urðu gjaldþrotin
eins stórbrotin og hjá íslensku útrásarvíkingunum og bönkunum
þeirra. Til að mynda áætlar matsfyrirtækið Moodys að af þeim tíu
bönkum sem gjaldþrota urðu 2008 í evrópu skuldi íslensku bank-
arnir þrír 90% af heildarupphæðinni, og gefur það glöggt til kynna að
fjárfestingastefna þeirra hafi verið mun glannalegri en annarra þrota-
banka.72 Samkvæmt sérstakri skýrslu matsfyrirtækisins Moodys um
gjaldþrot í heiminum á síðasta ári voru gjaldþrot kaupþings og Glitnis
þriðja og fimmta stærsta gjaldþrot sögunnar.73 Svipaða sögu er að
segja af gjaldþrotum þeirra einstaklinga sem allt snerist um hér á
landi síðustu ár. Í frétt sem birtist í Daily Telegraph 1. ágúst 2009 kemur
fram að gjaldþrot Björgólfs Guðmundssonar sé stærra en gjaldþrot
nokkurs annars einstaklings í sögu Bretlands, en skuldir Björgólfs
nema 96 milljörðum.74 Tap helstu íslensku útrásarfyrirtækjanna á
árinu 2008 hleypur einnig á tugum milljarða og hundruðum í verstu
guðni elísson138
72 „Íslensku bankarnir eiga 90% af bankagjaldþrotum evrópu“, 6. maí 2009. Sjá
Vef. http://www.visir.is/article/20090506/VIDSkIPTI06/539872858, sótt 10.
maí 2009. Sjá einnig „Moody’s says european ‘08 defaults 2nd biggest“, 5. maí
2009, http://uk.reuters.com/article/idUkL596314520090505, sótt 26. október 2009.
73 Vef. Sjá „kaupþing var þriðja stærsta gjaldþrot heimsins“, http://www.visir.is/ar-
ticle/20090427/VIDSkIPTI06/977270485. Sjá einnig „Þriðja stærsta gjaldþrot
sögunnar“, 13. júlí 2009, http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item289615/,
sótt 26. október 2009.
74 Rowene Mason, „Icelandic bank chief in £500m of hot water“, 1. ágúst 2009.
Sjá Vef. http://www.telegraph.co.uk/finance/newsbysector/banksandfin
ance/5956509/Icelandic-bank-chief—in-500m-of-hot-water.html, sótt 16. okt -
ób er 2009. Fjallað er um greinina í Daily Telegraph í frétt Hafsteins Gunnars
Haukssonar, „Gjaldþrot Björgólfs slær Bretlandsmet“, 2. ágúst 2009. Sjá Vef.
http://www.visir.is/article/20090802/VIDSkIPTI06/448717826, sótt 17. októ-
ber 2009.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 138