Saga - 2009, Blaðsíða 200
andrúmsloft á kennarastofunni, breytast tímarnir svo hratt að þetta virðist
lyginni líkast. einmitt vegna þess hve tíðarandinn breytist er sérstaklega
gaman að stuttum tilvitnunum í nafngreinda nemendur í samtímanum. Hver
hrífst t.d. ekki af skarpri greiningu á skólamáltíðum á okkar dögum sem
finna má í síðara bindi:
Það er alltof oft fiskur í matinn í skólanum mínum, Melaskóla. Mér
finnst að það ætti að bjóða upp á nautalundir eða eitthvað annað gott.
Það mætti líka vera meira grænmeti. Svo finnst mér að það mætti vera
salt og pipar á borðum svo hægt sé að krydda matinn. Hins vegar eru
oft ágætis eftirréttir eins og t.d. ísblóm (II, bls. 296).
Fengur er í umfjöllun Ólafs Rastricks í fyrra bindi Almenningsfræðslunnar,
um námsgreinar og námsefni, þar sem m.a. kemur fram að ævinlega hafi
verið lögð áhersla á kristinfræði en sundkennsla eyþjóðarinnar hafi ekki
verið bundin í lög fyrr en árið 1940 (I, bls. 166). Myndir af kennslubókum
merktum aski Ríkisútgáfu námsbóka ylja vafalítið mörgum um hjartarætur.
Þá mun lesendum Sögu eflaust þykja áhugavert að lesa skrif Ingólfs Ásgeirs
Jóhannessonar um hið fræga sögukennsluskammdegi og eftirmál þess í kafl-
anum „Átök um menntaumbætur“ (II, bls. 138). Þessi sýnishorn gefa hug-
mynd um fjölbreytnina sem ræður ríkjum í ritinu. Það er sérlega ánægjulegt
fyrir allt áhugafólk um menntun og skólamál að geta nú gengið að öllu þessu
efni, sem í ofanálag er hér borið á borð á afskaplega aðlaðandi hátt.
en þá er komið að því sem lesandi saknar. Bakgrunnur ritdómara gerir það
að verkum að áhuginn beinist öðru fremur að tvennu: Því sem lýtur að fram-
haldsskólum og kennaramenntun. oft hefði komið sér vel að geta flett upp
upplýsingum um það hvernig mönnum datt í hug að þörf væri fyrir annars
konar kerfi á bóknámi til stúdentsprófs en það sem reynst hafði landsmönnum
ágætlega um langa hríð, sem og hvers vegna það nám var skipulagt á þann
hátt sem það var. Væntanlega hafa breytingar á kennaramenntun svo að ein-
hverju leyti haldist í hendur við breytta skóla. Þegar höndum var fyrst komið
yfir ritið Almenningsfræðsla á Íslandi 1880–2007 var því óhjákvæmilega leitað
að umfjöllun um þessi tvö atriði, þróun kennaramenntunar og hugmynda -
fræði nýrra framhaldsskóla frá og með því að Menntaskólinn við Hamrahlíð
var stofnaður 1966. Jú, í ritinu var sitt af hverju að finna en þó ekki nógu
mikið. Að kennaramenntun er vissulega vikið hér og þar og nauðsynlegt að
fletta töluvert fram og aftur til að púsla saman einhverskonar yfirsýn um
þau mál. Að sjálfsögðu er prýðilega fjallað um stofnun kennaraskólans í
kafla Lofts Guttormssonar um tímamótin 1907 (I, bls. 87) og margt forvitni-
legt kemur fram víðs vegar í fyrra bindinu, svo sem í kaflanum um barna-
kennara, starfskjör þeirra, menntun og stöðu. Umræða um breytta kennslu-
hætti á fyrstu áratugum 20. aldar er gulls ígildi en frá henni segir í kaflanum
„Hróflað við kennsluhefðum“ (I, bls. 216). Þar má m.a. fræðast um ýmislegt
það sem Halldóra Bjarnadóttir bryddaði upp á fyrst manna í skólastjóratíð sinni
við Barnaskóla Akureyrar og þykir allt sjálfsagt á okkar dögum (getur ein-
ritdómar200
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 200