Saga - 2009, Blaðsíða 131
mönn unum Halldóri Ásgrímssyni og Valgerði Sverrisdóttur. Þótt
Samfylkingin komi ekki inn í ríkisstjórn fyrr en eftir að íslenskt fjár -
málalíf er komið í töluverðan vanda, árið 2007, verður heldur ekki
undan því vikist að ræða hlutverk Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur
og Björgvins G. Sigurðssonar í hruninu, eins og einar Már Guðmunds -
son og Þorkell Sigurlaugsson gera.54 eða eigum við að halda út fyrir
landsteinana og nefna bresku stjórnmálamennina Gordon Brown og
Alistair Darling? og nafnarunan lengist. er hún orðin tæmandi þegar
búið er að telja upp þrjá tugi útrásarvíkinga eða svo? Hvaða ábyrgð
bera menn eins og Jón Ásgeir Jóhannesson, Ólafur Ólafsson, Pálmi
Haraldsson í Fons, Bakkavararbræður, karl og Steingrímur Wernerssynir,
Hannes Smárason og Björgólfsfeðgar? Nægir þessi listi? Væntanlega
hrekkur hann skammt. Hvað um stjórnendur bankanna, Bjarna Ár-
mannsson, Lárus Welding, Sigurð einarsson, Hreiðar Má Sigurðsson,
Sigurjón Árnason, Halldór kristjánsson og kjartan Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins og varaformann bankaráðs
Landsbanka Íslands hf.? Hvað um Jónas Friðrik Jónsson, fyrrverandi
forstjóra Fjár málaeftirlitsins? Síðast en ekki síst vilja ýmsir nefna til
sögunnar helsta hugmyndafræðing „frelsisvæðingarinnar“ á Íslandi,
manninn sem kallaður hefur verið arkitekt hrunsins, Hannes Hólmstein
Gissurarson.55
Það er nánast ómögulegt að ræða efnahagshrunið á Íslandi án
þess að persónugera vandamálin, t.d. ef kalla á einstakling til lagalegrar
ábyrgðar fyrir hlutdeild sína í falli bankanna. Sumir hafa líka spurt
sig hvers vegna ekki megi persónugera vandann úr því að sérhverjar
„framfarir“ í samfélaginu voru persónugerðar af íslenskri valdastétt
á meðan allt virtist leika í lyndi. en jafnvel þótt enginn verði kallaður
til ábyrgðar og þjóðarsátt skapist um að allt skuli grafið og gleymt
verður ekki hægt að ræða hrunið án þess að nefna til sögunnar ein-
staklinga. Að minnsta kosti væri torvelt að gera nokkrum íslenska
efnahagshrunið skiljanlegt án þess að láta persónur koma við sögu.
Í samfélagi þar sem allt virðist byggjast á flokks- og fjölskyldutengslum
var sjálf einkavæðingin persónugerð og snerist um fátt annað en
vogun vinnur … 131
Davíðs oddssonar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hafi ýtt þjóðinni fram á bjarg-
brúnina (bls. 77).
54 einar Már Guðmundsson, Hvíta bókin, bls. 186–87 og Þorkell Sigurlaugsson, Ný
framtíðarsýn, bls. 71.
55 Sjá t.d. Hauk S. Magnússon, „The Architect of the Collapse? — The Professor
Professes“, bls. 6 og 8.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 131