Saga - 2009, Blaðsíða 191
Hlutverk útgefenda í Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar er engan
veginn takmarkað við það eitt að velja efnið og lesa úr skriftinni með
lágmarks-samræmingu. Þeir eiga að gefa lesanda sínum leiðsögn og
skýringar, en bara að halda slíku efni til hliðar við heimildartextann
sjálfan, annaðhvort í inngangsritgerð eða inngangsköflum einstakra
heimildaflokka. einnig er ætlast til að útgefandi hafi gert rannsókn á
heimildaefninu sem hann vinnur úr — það má einmitt telja markmið
ritraðarinnar öðrum þræði að ýta undir slíkar rannsóknir — og eru
inngangsritgerðir útgáfunnar þá vettvangur til að birta niðurstöður.
Nema þær hafi birst annars staðar; þannig dugir stuttur inngangur
að Bræðrum af Ströndum af því að rannsókninni voru gerð skil í
Menntun, ást og sorg, og Sigrún hafði líka birt í sérstakri ritgerð13 efni
sem ella hefði, a.m.k. að hluta, getað átt heima í inngangi 3. bindis.
Kraftbirtingarhljómur guðdómsins flytur hins vegar efnismikla inn-
gangsritgerð Sigurðar Gylfa og Burt — og meir en bæjarleið ritgerðir
beggja útgefendanna, Sigurðar og Davíðs, sem eru, jafnframt því að
skýra heimildaefnið, verulegt framlag til rannsókna á sögu Vestur -
heimsferða og Vestur-Íslendinga. Inngangskaflarnir eru jafnan samd -
ir sem sjálfstæðar ritgerðir, engar nákvæmar millivísanir milli þeirra
og heimildahlutans og stundum vísað til frumheimilda, jafnvel vitnað
í þær í alllöngu máli, án þess að ljóst sé hvort þær finnast síðar í bók-
inni eða ekki. Þetta þýðir nokkrar endurtekningar á texta en er hent-
ugt fyrir þann sem les innganginn sérstaklega, og útgefendur losna
við það tafsama verk að stemma af millivísanir í próförk.
Inngangsritgerðirnar eru yfirleitt ekki, hvorki þær löngu né stuttu,
einskorðaðar við túlkun á þeim heimildum sem birtar eru í hverju
bindi, heldur er vikið að almennari atriðum um eðli og gildi per-
sónulegra heimilda og um aðferðafræði, einkum einsögunnar sem er
að verulegu leyti samnefnari ritraðarinnar, og stundum póstmód-
ernismans. Þannig er fræðimennska bókaflokksins tengd ákveðnum
„skóla“ í íslenskri sagnfræði, skóla sem hiklaust má kenna við Sigurð
Gylfa Magnússon. Hann hefur þegar verið nefndur sem frumkvöðull
kröftugasta útgáfustarf … 191
Alfræði íslenskrar tungu (sem Námsgagnastofnun gaf út á geisladiski 2001 í rit-
stjórn Þórunnar Blöndal og Heimis Pálssonar) náði tæpast verðugri athygli í
byrjun og enn síður nú síðustu árin. Í stafrænni útgáfu mælir það með sam-
ræmdum rithætti að þannig verður tölvuleit betur við komið. Áformum um
stafræna útgáfu íslenskra heimilda má fylgjast með á vefnum www.heimildir.is.
13 Sigrún Sigurðardóttir, „Tveir vinir. Tjáning og tilfinningar á nítjándu öld“, Ein -
sagan — ólíkar leiðir. Átta ritgerðir og eitt myndlistarverk. Ritstj. erla Hulda Halldórs -
dóttir og Sigurður Gylfi Magnússon (Reykjavík: Háskólaútgáfan 1998), bls. 145–169.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 191