Saga - 2009, Blaðsíða 212
kirkjusögu okkar, eða trúarsögu kristnitökutímans, en jafnframt ýmsa aðra þætti
þar sem ritaðar heimildir einar og sér eru ólíklegar til að veita ítarlegri þekk-
ingu en þegar er til staðar. er þar ekki síst átt við klaustursöguna, sem um
margt er lokuð bók. Fornleifarannsóknirnar að Skriðuklaustri sem hófust
2002 marka tímamót í þessu efni þar sem lítið var vitað um klaustrið fram
til þess tíma, en í ljós hefur komið að aðstæður á Skriðu til varðveislu forn-
leifa og uppgraftar á þeim eru mun betri en annars staðar þar sem klaustur -
leifar hafa verið kannaðar, eins og að kirkjubæ og í Viðey. Á síðastliðnu ári
kom út ásjálegt ritgerðasafn sem kynnir ýmsa þætti rannsóknanna á
Skriðuklaustri. Veitir það innsýn í núverandi stöðu þeirra og vekur forvitni
og eftirvæntingu eftir frekari þekkingu. Þetta er þeim mun mikilvægara
þegar þess er gætt hve takmarkaðar ritaðar heimildir eru til um Skriðuklaustur.
Þá er þess að geta að saga Skriðuklausturs, ekki síst upphaf hennar, er for-
vitnileg vegna þess hve seint klaustrið var stofnað, eða undir lok 15. aldar.
Ritgerðasafnið tengist í raun tveimur verkefnum sem styrkt voru hvort
af sinni deild kristnihátíðarsjóðs. Annars vegar er hin umfangsmikla forn-
leifarannsókn, sem stendur enn, en hins vegar það verkefni að safna saman
og miðla þekkingu á sögu íslenskra miðaldaklaustra með aðstoð margmiðlunar -
tækni, þar sem sérstök áhersla verður lögð á Skriðuklaustur. Ritgerðirnar
sem nú hafa verið gefnar út eiga rætur að rekja til erinda á tveimur ráðstefnum
sem haldnar voru 2006 og 2007 og er jafnframt ætlað að verða grunnur að
margmiðlunarefni.
Þegar í titli bókarinnar kemur aðferðafræðileg áhersla hennar í ljós:
klaustrið í Fljótsdal skal skoðað sem evrópskt miðaldaklaustur. Þetta er raunar
í samræmi við nýja áherslu í íslenskum sögurannsóknum, ekki síst á vett-
vangi miðaldasögu. Segja má að á þremur síðustu áratugum tuttugustu aldar
hafi verið gert upp við þá þjóðernislegu sögurannsókn og sögutúlkun sem tíðkast
hafði hér á landi frá 19. öld. Þrátt fyrir það hafa sögurannsóknir oft verið
stundaðar í nokkurri landfræðilegri einangrun þar sem hérlendar aðstæður
hafa ekki verið settar í nægilega traust evrópskt samhengi: Mönnum hætti
til að yfirdrífa hið sér-íslenska á kostnað hins sameiginlega. Slíkt gefur skekkta
mynd. Í hérlendum klausturrannsóknum hefur t.a.m. verið litið svo á að hér
hafi miðaldaklaustur starfað í byggingum sem frekar hafi líkst híbýlum stór-
bænda eða höfðingja en klaustrum annars staðar í evrópu. Það hefur síðan
verið talið hafa mótað klausturlífið með ýmsu móti þar sem ytri aðstæður
setja óhjákvæmilega mark sitt á það mannlíf sem þær eru umgjörð um —
einnig klausturlíf. Nú er áhersla fremur lögð á hið sameiginlega og þekktar
erlendar aðstæður látnar varpa ljósi á íslensk fyrirbæri sem menn hafa minni
þekkingu á. er þessi áherslubreyting mikilvæg þar sem hún er eins konar
„paradigm-skipti“ sem þoka þekkingarleit okkar áfram, svo vísað sé til al-
kunnra kenninga T. kuhns. Þó ber að varast að rata hér úr einum öfgum í
aðrar. kaþólska kirkjan og þar á meðal jafnvel klausturlíf innan hennar er
ekki eins um allan heim á okkar dögum. Aldrei hafa þó samhæfingar -
ritdómar212
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 212