Saga - 2009, Blaðsíða 184
Jón ávítar ritstjórn og ritrýna Sögu fyrir að hafa leyft birtingu gagn -
rýni minnar á verkum hans. Lesendur Sögu eru fullfærir um að meta
hvort verk Jóns teljast yfir þá gagnrýni hafin. Ég stend við fyrri skrif
mín um þessi verk og tel að svargrein hans hafi hnykkt enn frekar á
niðurstöðum mínum um ágalla þeirra. Svo sem oft áður, má einnig
kalla bókarhöfundinn Jón Ólafsson til vitnis um ýmsar missagnir
greinarhöfundarins Jóns. Í heild einkennast verk hans um kommún-
ista og Sovétríkin raunar af mótsögnum, þótt röklegt samræmi verði
að teljast ein frumforsenda fræðirita. Þá sanna dæmin að rekist sjón-
armið Jóns á heimildir, hættir honum til að hagræða staðreyndum
með ýmsu móti og leiða sjálfan sig og lesendur afvega. Ég tel mig
hafa fært fyrir því full rök að þessi vinnubrögð hans á sviði sagnfræðinnar
séu ekki í samræmi við kröfur fræðasamfélagsins. Að lokum vil ég
hvetja Jón til að íhuga hvort ekki sé vænlegra fyrir fræðimenn að taka
tillit til rökstuddrar gagnrýni fremur en krefj ast banns við henni.
Viðauki:FundinheimildumafstöðuKominterns
eftir að ég lauk við þessa svargrein, skýrði Hannes Hólmsteinn Gissurarson
prófessor mér frá því að hann væri að semja grein fyrir tímaritið Stjórnmál
og stjórnsýslu, þar sem hann mundi segja frá bréfi sem 2. aðalritari Alþjóða -
sambands ungra kommúnista (kIM) í Moskvu hefði sent Æskulýðsfylkingunni,
ungmennasamtökum Sósíalistaflokks ins, eftir stofnun hennar í nóvem ber
1938. Í bréfi þessu, sem fannst í íslenskri þýðingu í gögnum Sósíalistaflokksins
í Þjóðskjalasafni, óskaði Michael Wolf (dulnefni Ungverjans Mihalys Farkas),
fyrir hönd kIM, Æskulýðsfylkingunni hjartanlega til hamingju með stofnun
hennar, sagði hana mikilvægan sigur samfylkingarstefnunnar, lýsti velþóknun
sinni á stefnuskrá fylkingarinnar og staðfesti að Alþjóðasambandið væri þess
albúið að taka upp samband við hana.15
Taka ber fram að Æskulýðsfylkingin var arftaki Sambands ungra komm-
únista, deildar í Alþjóðasambandi ungra kommúnista, með sama hætti og
Sósíalistaflokkurinn var arftaki kommúnistaflokks Íslands, deildar í komintern.
kIM var aðeins grein af komintern, sem stjórnaði æskulýðssamtökunum og
markaði þeim stefnu, þar til þessi samvöxnu samtök voru bæði lögð niður
samtímis 1943. Bréfritarinn, Farkas, var raunar tengiliður kIM við Alþjóðasamband
kommúnista, því að hann sat í æðstu stjórn kominterns sem varamaður í
framkvæmdanefnd og forsætisráði. Bréf hans vottar því um fullt samþykki
kominterns við þá ákvörðun íslenskra kommúnista að leggja niður flokk sinn,
þar með talin ungmennasamtök hans, og stofna Sósíal istaflokkinn með vinstri-
jafnaðarmönnum. Sú niðurstaða Jóns Ólafssonar að Sósíalistaflokkurinn hafi
verið stofnaður í andstöðu við komintern fær ekki með nokkru móti staðist.
þór whitehead184
15 Rafrænt eintak af bréfinu hefur verið sent ritstjóra Sögu.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 184