Saga - 2009, Blaðsíða 85
dvalar setuliðsins.99 Í réttarhöldum yfir fimm einstaklingum, sem stálu
dínamíti árið 1971 og ræddu um að stofna skæruliðahreyfingu og
sprengja byggingar, taldi verjandi eins þeirra, sem stóð að nokkru utan
hópsins, að hina mætti sækja til saka á grundvelli 98. greinar hegn-
ingarlaganna (um ævilangt eða styttra fangelsi vegna þátttöku í upp-
reisn gegn stjórnskipun ríkisins).100
Í byrjun nóvember 1978 fannst sprengja á lóð sovéska sendiráðsins.
Hún reyndist óvirk en Georgíj Farafonov sendiherra kvaðst orðinn
langþreyttur á ýmsum óknyttum sem væru nú orðnir verri en áður.
„Tilræðismennirnir“ yrðu að sæta þungri refsingu og Henrik Sv.
Björnsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis lofaði að „þeim yrði
refsað, ef þeir fyndust, sem ég vonaði, samkvæmt því sem íslensk lög
mæltu fyrir um“.101 Þá hefðu ákvæði landráðakaflans komið til greina
en hinir seku náðust aldrei. Aftur á móti voru þrír ungir Íslendingar
handteknir og yfirheyrðir aðeins nokkrum dögum síðar, eftir átök að
nóttu til við sovéskan sendifulltrúa fyrir utan sendiráðið. Frásögnum
hans og þeirra bar ekki saman í öllu en ljóst var að ungu mennirnir
höfðu setið við drykkju í Vesturbænum, hrópað eitthvað á þýsku
þegar þeir gengu fram hjá sendiráðinu niður í miðbæ og svo á ný
þegar leiðin lá aftur vestur í bæ. einn þeirra sagði að þetta hefðu verið
„gömul þýsk slagorð“ og þeir þremenningarnir hefðu „allir sömu
stjórnmálaskoðun og séu mikið til hægri“.102 Það var ekki ofsagt.
Hrópin ollu því í seinna skiptið að sovéskur sendifulltrúi gekk
til mannanna. Að sögn eins Íslendinganna gerðist það þá að félagi
hans „æstist sem hann á vanda til eða kemur stundum fyrir“ og virt-
ist ætla „að ráðast á manninn“. eftir það kölluðu sendiráðsmenn á
lögreglu. Ákærur voru ekki gefnar út enda voru Íslendingarnir ölvaðir
og höfðu aðeins haft uppi „meiningarlaus ærsl“ eins og einn þeirra
sagði í iðrunartón.103 Harðar hefði þó verið tekið á málum hefði þeim
æsta tekist að ganga milli bols og höfuðs á hinum erlenda sendifull-
„þeir fólar sem frelsi vort svíkja“
99 Sjá Guðni Th. Jóhannesson, Óvinir ríkisins. Ógnir og innra öryggi í kalda stríðinu
á Íslandi (Reykjavík: Mál og menning 2006), bls. 216–296.
100 ÞÍ. Sk. 1997-kC2/187. Sakadómsmál 19/1971. Páll S. Pálsson, „Vörn í saka-
dómsmálinu: Ákæruvaldið gegn [N.N.] o.fl.“.
101 ÞÍ. URN 1996-B/292-2. Henrik Sv. Björnsson, „Sprengiefni við sendiráð
Sovétríkjanna“, 3. nóv. 1978.
102 ÞÍ. URN 1996-B/292-2. „Árás, ölvun og geymsla“, „Rannsókn vegna átaka
við rússneskan sendiráðsmann“ og „Rannsókn v/átaka við rússneskan sendi -
ráðsmann“. Lögregluskýrslur, 7. nóv. 1978.
103 Sama heimild.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 85