Saga - 2009, Blaðsíða 194
Önnur tvö bindi eru alls ekki heimildaútgáfa og kalla ritstjórar
þau „nýja línu innan Sýnisbókaraðarinnar þar sem höfundarverk
fræðimanna [eru] gefin út“:19
Nr. 9, 2004
Sigurður Gylfi Magnússon, Fortíðardraumar. Sjálfsbókmenntir á
Íslandi. 427 bls.; Summary; nafnaskrá.
Viðauki 1: Monika Magnúsdóttir, „Skrá um útgefnar sjálfsævi-
sögur, endurminningarit og samtalsbækur (viðtöl) frá upphafi til
ársins 2004“.
Viðauki 2: kári Bjarnason, „Sjálf handrita. Drög að skrá um sjálfs-
ævisögur í handritum“.
Nr. 11, 2005
Sigurður Gylfi Magnússon, Sjálfssögur. Minni, minningar og saga.
431 bls.; hugtakaskrá, nafnaskrá.
Í Fortíðardraumum ræðir Sigurður Gylfi helstu flokka íslenskra per-
sónuheimilda, frá prentuðum bókum og blaðaviðtölum til bréfa og dag-
bóka á söfnum, þjóðháttakannana og lifandi heimildarmanna (eða
„munnlegrar sögu“ án þess að það heiti sé notað). Auk þess að fjalla
um mikinn fjölda heimilda og heimildaflokka bregst höfundur við
íslenskri umræðu um slíkar heimildir, bæði skoðunum fræðimanna
(það efni nauðþekkir hann áratugi aftur í tímann) og almennri
fjölmiðlaumræðu árin sem bókin var í smíðum (þar sem einna mest
fer fyrir blaðadeilum um ævisögur Halldórs Laxness). Viðaukarnir
með skrám um sjálfsævisögur og skyld rit, prentuð (eftir Moniku
Magnúsdóttur) og óprentuð (eftir kára Bjarnason), auka uppfletti -
gildi bókarinnar. Í nafnaskrá, sem einnig spannar viðaukana, má
fletta upp yfir þúsund persónum, mest höfundum og söguhetjum
per sónuheimilda ásamt þátttakendum í umræðu.
Seinni bókin er meiri aðferðafræði, einkum um eðli og notkunar -
möguleika sjálfsævisögulegra heimilda, meira sagt frá alþjóðlegri
þróun og viðhorfum erlendra fræðimanna, jafnframt því sem höf-
undur miðlar af eigin reynslu. Í löngum viðauka eru hugtök skýrð
og skilgreind (í stafrófsröð á íslensku en með fylgir lykill uppflettiorða,
aðallega á ensku, með vísunum í skrána).
Hér hafa verið talin fjögur bindi af þeim níu sem birtust eftir fyrr-
nefnd umskipti á ritröðinni. Hin fimm eru eins konar flokkur innan
flokksins, öll gefin út af Má Jónssyni, einum eða með öðrum, og má
helgi skúli kjartansson194
19 9. bindi, bls. 9.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 194