Saga - 2009, Blaðsíða 120
og Roger Boyes spyr sig í bók sinni Meltdown Iceland.15 Þurfum við
kannski að leita aftur til ársins 2006, þegar fyrstu alvarlegu vís-
bendingarnar komu fram um stöðu íslensku bankanna í kjölfar Geysis -
kreppunnar svokölluðu?16 ef rætur hrunsins liggja í þeim mistökum
sem gerð voru eftir Geysiskreppuna liggur ábyrgðin hjá stjórnendum
og eigendum bankanna, ríkisstjórnunum tveimur sem þá voru við
völd og hjá þeim eftirlitsstofnunum sem brugðust algjörlega síðustu
tvö árin fyrir hrun.17
Hannes Hólmsteinn Gissurarson fer aðra leið í viðtali í íslenska
tímaritinu Grapevine sem gefið er út á ensku. Hans greining hefur
sérstöðu því að hann miðar við árið 2004, en það ár stígur Davíð
oddsson úr stóli forsætisráðherra og Ólafur Ragnar Grímsson neitar
að skrifa undir fjölmiðlalögin.18 Rætur hrunsins liggja, samkvæmt
kenningu Hannesar, í þeim breytingum á valdahlutföllum sem verða
á því ári. Á heimasíðu sinni rekur Hannes glannaskap íslenskra
bankamanna „til þess aðhaldsleysis og agaleysis, sem hér var frá
2004, þegar dómstólar, fjölmiðlar og heilu stjórnmálaflokkarnir (aðal-
lega þó Samfylkingin) að forsetaembættinu ógleymdu virtust syngja
undir með auðjöfrunum. Þetta gerðist eftir að Golíat sigraði Davíð í
baráttunni um fjölmiðlafrumvarpið, sem var um leið barátta um
fjölræði eða fámennisstjórn, lýðræði eða auðmannastjórn (plútókra-
tíu, sem Platón varaði við).“19
Aðrir greinendur hrunsins vilja halda allt aftur til ársins 2002
þegar einkavæðingarferli bankanna var klúðrað20 og framkvæmdir
guðni elísson120
15 Roger Boyes, Meltdown Iceland. How the Global Financial Crisis Bankrupted an
Entire Country (London, Berlín, New york: Bloomsbury 2009), bls. 28.
16 Geysiskreppan, eða Íslandskreppan, orsakaðist af því að ýmsir erlendir sjóðir
tóku að kaupa skuldatryggingar á íslensku bankana og taka skortstöðu gegn
íslensku krónunni. Afleiðingar þessa urðu þær að íslenska krónan lækkaði um
20% á tveimur mánuðum frá febrúar 2006. Hættunni var ekki aflétt fyrr en um
sumarið. Sjá t.d. Ármann Þorvaldsson, Ævintýraeyjan, bls. 182–186 og Ásgeir
Jónsson, Why Iceland?, bls. 58–82.
17 Ármann Þorvaldsson gagnrýnir einnig erlendar eftirlitsstofnanir í bók sinni. Hann
segir að erlendu lánshæfismatsfyrirtækin, sem hafi átt einn stærsta „þáttinn í lausa-
fjárkreppunni“, hafi verið „algjörlega blind á hættuna“. Sjá Ævintýraeyjan, bls. 242.
18 Haukur S. Magnússon, „The Architect of the Collapse? — The Professor Professes“,
bls. 6.
19 Vef. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, „Viðtal í Grapevine“.
20 Sjá t.d. Þorkel Sigurlaugsson, Ný framtíðarsýn. Nýir stjórnunarhættir við endur -
reisn efnahagslífsins (Reykjavík: Bókafélagið Ugla 2009), bls. 71; og Roger Boyes,
Meltdown Iceland, bls. 44.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 120