Saga - 2009, Síða 201
hver ímyndað sér grunnskóla án litlu jólanna?), en erfiðleikarnir við að afla
þessum hugmyndum brautargengis ollu því að Halldóra entist ekki í starf-
inu nema tíu ár. Þá er gaman að hugleiðingum um þjóðfélagsstöðu kennara
og hvernig virðing og áhrif stéttarinnar jukust í réttu hlutfalli við aukna
menntun hennar (hvenær verður farið í saumana á þeirri kenningu, sem oft
heyrist, að þegar jakkaföt og annar formlegur klæðnaður vék fyrir mussum
og flauelsbuxum hafi nokkrir launaflokkar sömuleiðis fokið?). Árið 1919 var
ákveðið á Alþingi að kennarar við barnaskóla ríkisins þyrftu að hafa próf frá
kennaraskólanum og stúdentar sem hygðust leggja fyrir sig kennslu (og þeir
þóttu lengi happafengur, reyndar fram undir síðustu aldamót) skyldu hafa
bætt prófi í uppeldis- og kennslufræði við stúdentsprófið. Reyndar var ekkert
af þessu nauðsynlegt ef viðkomandi hafði þriggja ára kennslureynslu og
„gæðavottorð“ frá yfirmönnum sínum. Í seinni tíð hafa kröfur til kennara
verið þríþættar: Menntun í faggrein, starfsreynsla eða þjálfun af einhverju
tagi og loks menntun í uppeldis- og kennslufræði. Að minnsta kosti frá því
að kennaraskólinn var stofnaður gerðu menn sér grein fyrir nauðsyn kennslu-
æfinga og dreymdi um sérstakan æfingaskóla í því skyni sem varð svo að
veruleika á sjöunda áratugnum (II, bls. 36). Sömuleiðis er langt síðan menn
fóru að líta á uppeldisfræði sem bráðnauðsynlegan hluta undirbúnings kenn-
ara á öllum skólastigum. Allt er þetta merkilegt og gefur margvíslegar vís-
bendingar um hvaða þýðingu menntun hefur fyrir kennara — síungt viðfangs-
efni sem er sífellt til athugunar. Allir sem koma nálægt kennslu hafa ein-
hvern tíma rekist á það viðhorf að uppeldisfræði sé þarflaus grein, ýmist
vegna þess að a) allir geti kennt, eða b) séu menn á annað borð góðir kenn-
arar bæti menntun í uppeldisfræði engu þar við. Í ljósi þess hversu margir
hafa talið þetta nýmóðins fræði, jafnvel ættuð úr skandinavískum sósíal-
realisma, er athyglisvert að sjá að þegar árin 1936 og 1940 voru lagðar fram
þingsályktunartillögur um kennslu í uppeldisfræði og kennslufræðum við
Háskóla Íslands, sem ætluð væri stúdentum sem þar væru við nám og hygðust
leggja fyrir sig kennslu. Vissulega náðu þessar hugmyndir ekki strax fram
að ganga, en þær voru runnar undan rifjum félagsmanna í Sambandi ís-
lenskra barnakennara, SÍB, og bera vott um faglegan metnað þar á bæ. Á
sama tíma fjölgaði jafnt og þétt þeim mönnum sem komu sérfræðimenntaðir
heim frá námi í þessum greinum. engu að síður voru fordómar gagnvart
uppeldisfræðinni landlægir fram eftir öllu, fyrst og fremst meðal þeirra sem
höfðu háskólapróf í sinni grein og töldu það duga, eins og Helgi Skúli
kjartansson víkur að í kafla sínum um kennarastéttina (II, bls. 214). Hið klass-
íska fyrirkomulag, eitt ár í uppeldis- og kennslufræði ofan á þriggja ára BA-
eða BS-nám, hefur verið við lýði síðan dr. Matthíasi Jónassyni tókst að fá til
sín nógu marga nemendur svo að hægt væri að ýta úr vör kennslu í upp-
eldisfræði sem miðuð var við þarfir framhaldsskólans. Þetta varð árið 1951
og luma margir kennarar af eldri kynslóðinni á dásamlegum lýsingum á því
hvernig nemendum var kennt að byggja upp hina fullkomnu kennslustund
ritdómar 201
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 201