Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 5

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 5
TMM 2010 · 4 5 Pétur Gunnarsson Ef ég gæti ekki elskað þessa þjóð Fyrirlestur Sigurðar Nordals 2010 Ágæta samkoma, það er kærkomið tækifæri að ræða við ykkur um Sigurð Nordal á þessum degi, svo hugstæður sem hann hefur verið mér allt frá unglings­ árum. Rithöfundurinn Sigurður Nordal, að sjálfsögðu, og þá á ég ekki aðeins við höfund Fornra ásta sem vöktu með ungum manni hrif þess eðlis að hann fýsti að framkalla þau sjálfur – sá reyndar að annar hafði gert það áður – að Álfur og Dísa í Fornum ástum höfðu gengið í endurnýjun lífdaga sem Steinn og Diljá í Vefaranum mikla frá Kasmír. Skáldið já, en ekki síður skáldið í fræðimanninum. Í því sambandi væri vert að staldra við og fagna hve við höfum átt vel skrifandi fræðimenn um dagana, ég nefni, auk Sigurðar, nafna hans Þórarinsson í jarðfræði, Kristján Eldjárn í fornleifafræði, Björn Þorsteinsson í sagnfræði og Þor­ stein Gylfason í heimspeki, svo aðeins sé dvalið við nokkra sem látnir eru. Það eru ekki lítil forréttindi að mega ferðast á fyrsta farrými um hinar ýmsu fræðigreinar og þá er samfylgdin ekki minna verð og gildir svo ríkulega um Sigurð, hann tekur lesandann ævinlega með sér, skilur hann aldrei eftir, í stuttu máli góður ferðafélagi. Að því sögðu tek ég fram að ég hafði engin persónuleg kynni af Sigurði Nordal, við sátum einusinni saman á Mokka, snerum eiginlega bökum saman sem skýrist af fyrirkomulagi básanna á nefndu kaffihúsi. Á móti Sigurði sat Agnar Þórðarson, þá bókavörður á Landsbókasafninu við Hverfisgötu, þeir voru að fella dóma um íslenska rithöfunda. Til að missa örugglega ekki af neinu reigði ég mig svo aftur í sætinu að segja má að hnakkar okkar Sigurðar hafi snerst. Það var Sigurður sem hafði orðið, þetta var bókmenntasaga beint í æð með aðaláherslu á hinu flókna sambandi Davíðs Stefánssonar og Halldórs Kiljan og engu síður snúnu sambandi Sigurðar við þá báða. Ég hef sjaldan upplifað jafn bókstaflega orðasambandið „að vera allur ein eyru“. En í miðjum klíðum gekk
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.