Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 9

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 9
E f é g g æ t i e k k i e l s k a ð þ e s s a þ j ó ð TMM 2010 · 4 9 fjóra áratugi og sex árum betur hefur ALDREI verið fjallað heildstætt um sögu Íslands – og er það í sjálfu sér nógu lygilegt. Væri ekki nær að álíta að það væri hér sem hnífurinn stæði í kúnni, vöntun á sjálfsmynd, skorti á sögu. Stundum er talað um sjónvarpið sem spegil þjóðarinnar. Og öll vitum við hvað mynd okkar í spegli er samofin sjálfsmynd okkar. En hvernig væri komið fyrir þeim einstaklingi sem í hvert sinn sem hann liti í spegil sæi andlit einhvers annars? Eða hefði yfir svo lítilli spegilflís að ráða að hann sæi ekki nema brot af sjálfum sér, nasavæng eða hluta af augabrún? Eða sjálfan sig eins og hann var þegar hann var tíu ára? Ef sjónvarp er spegill þjóðarinnar þá er þetta nokkurnveginn hlutskipti okkar. Fyrir vikið erum við gersamlega úti á túni í mestu örlagamálum okkar vegna þess að þau hafa aldrei fengið sjónvarpslega umfjöllun. Eða minnast menn þess að hafa séð heildstæða umfjöllun um kvótalögin, útfærslu þeirra og áhrif á íslenskt samfélag í sjónvarpi allra landsmanna? Eða stóriðjuna? Eða útrásina ef því er að skipta. Hér erum við álíka illa stödd og herflokkurinn sem segir frá í texta eftir Miroslav Holub sem þurfti að rata um Alpafjöll eftir korti af Pyreneafjöllum, sem slampaðist að vísu af í því tilfelli, en auðvelt að sjá hvernig hefði getað farið verr.4 Íslendingar sjá ekki sjálfa sig, þar af leiðandi hafa þeir óljósa hug­ mynd um hverjir þeir eru og hvar þeir eru staddir. Til dæmis kemur vel til greina, því ekki það, að 300 þúsund manna þjóð taki á sig fjárhags­ skuldbindingar gagnvart 600 milljónum manna. Og þess vegna heyrir maður dögum oftar setningar á borð við: „Úr því Íslendingar geta fjár­ fest í útlöndum, því skyldu útlendingar ekki geta fjárfest á Íslandi?“ Sem er svona álíka og ef maður segði: úr því að ég fór niður í bæ, því skyldi ekki bærinn mega koma heim til mín? *** Getur verið að fræðimönnum okkar sumum hverjum hætti til að yfirfæra um of aðstæður erlendis frá þegar þeir taka til við íslenska menningu? Þjóðir sem búa við rótgróna stéttaskiptingu búa við ástand þar sem hin svokallaða æðri menning er á færi og snærum fámenns hóps, kannski 1% þjóðarinnar, nægilega fjölmennur samt til að þurfa aldrei að horfa út fyrir sjálfan sig – hinir eru pöbullinn, almenningur, skríllinn sem hefur úr sinni lágmenningu að moða, sem talar mál sem er þess eðlis að þeir eru sjálfkrafa úr leik þegar kemur að hinum æðri embættum og sviðum og helst í dægurmenningu og íþróttum sem þeir geta vænst að ná frama.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.