Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 12

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 12
P é t u r G u n n a r s s o n 12 TMM 2010 · 4 annan uns hjónakornin fá inni í óeinangruðum sumarbústað í útjaðri bæjarins. Þaðan hjólar Ragnar dag hvern niður á höfn og slæst í hóp með 200 verkamönnum öðrum sem elta verkstjórana á röndum í von um að fá handarvik. Hjólar svo aftur heim um kvöldið án þess að hafa haft erindi sem erfiði. Þau hjón komast í skuld við hið opinbera, lögtaksmenn mæta á vettvang, en það er ekki neitt að hafa nema borðstofuborðið sem gjald­ heimtumenn eiga í mestu brösum með að koma út um dyrnar og bregða þá á það ráð að brjóta af því lappirnar og eyðileggja. Síðan kemur blessað stríðið sem öllu breytir og sagan fær farsælan endi og Ragnar fasta stöðu sem baðvörður við Austurbæjarskólann.7 Spurning sem vaknar: af hverju bognaði maðurinn ekki og brotnaði við svo harðneskjuleg kjör? Af hverju varð hann ekki óreglumaður og aumingi? Við því er varla einhlítt svar, en skyldi tungumálið hafa átt þar einhvern þátt? Málið sem hann talar merkir hann ekki á neinn hátt, hvorki orðfæri né framburður, og það sem meira er: útilokar hann ekki frá því sem er hugsað og ort. Í grein sem dóttir hans ritar að honum látnum, hann átti þá fáa mánuði í áttrætt, upplýsir hún að hann hafi lifað og hrærst í fróðleik og bókmenntum, að Tómas Guðmundsson hafi verið uppáhaldsskáldið hans. Sæjum við í anda verkakonuson kvalinn upp í slömmum Lundúna með T.S.Eliot á vörunum eða sambærilegan franskan handgenginn ljóðum Pauls Éluard? Kannski er þetta mesta verðmæti íslenskrar menningar. Sem er aldrei í eitt skipti fyrir öll, sem á alltaf í vök að verjast eins og allt sem lifir, en það bæri vott um sjálfsofnæmi á háu stigi að skeyta ekki um það, grafa jafnvel vísvitandi undan því. *** Skáldið Steinn Steinarr segir frá því á einum stað að hann hafi barn spurt fóstru sína hvað orðið menning þýddi. Og hún svarað: „Það er rímorð, drengur minn, sem þeir nota fyrir sunnan til þess að ríma á móti þrenningunni. Þrenning, menning …“.8 Annar höfundur tekur hugtakið til kostanna í bráðskemmtilegri bók sem nýlega kom út hér í borg, Dýrin í Saigon eftir myndlistarmanninn og rithöfundinn Sigurð Guðmundsson. Í löngun sinni til að upplifa mannlíf án máls og menningar afræður hann að fara til borgar þar sem hann er með öllu ókunnur og mál­ laus, fyrir valinu verður Saigon í Víetnam. Á hótelinu þar sem hann býr kynnist hann ræstingastúlkunni og á nuddstofunni þar sem hann mætir morgun hvern í nudd á hann í samskiptum við nuddstúlkuna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.