Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 13

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 13
E f é g g æ t i e k k i e l s k a ð þ e s s a þ j ó ð TMM 2010 · 4 13 Og upplifir þá að þessi orðlausu og ógildishlöðnu samskipti veita honum ríkulegri fullnægju en hefðbundin samskipti með tungumáli og allri þeirri sjálfsafgreiðslu sem þeim eru samfara. Þrátt fyrir málleysið tekst honum að stofna til kynna sem eru bæði innihaldsrík og falleg – vel að merkja án þess að vera kynferðisleg. Og það sem meira er, þá fegurð sem hann skynjar og þá eiginleika sem hann nemur hjá þessum stúlkum tveim, hann verður þess áskynja að landar þeirra skynja þá ekki, þvert á móti líta þeir niður á þær. Og hann getur sér til um ástæðuna: það er eitthvað í fari þeirra sem hann nær ekki en landar þeirra nema sem hrindir frá og liggur væntanlega í tungumálinu, talsmáti þeirra er á einhvern hátt merktur. Og höf­ undurinn lætur sig dreyma um aðstæður, eins og honum hefur tekist að skapa með ferðalagi sínu, þar sem mannfólkið afklæddist menningunni og nálgaðist hvert annað svipað og hestur mætir hesti, köttur ketti eða fugl fugli. Dýrin í Saigon.9 Nú myndi einhver kannski segja að þessi stelling höfundarins bæri vott um gamalkunna afstöðu nýlenduherrans. Eða spyrja hvort það sem hann skynjar sem milliliðalaust samband sé til komið vegna þess að hann er ekki læs á þá menningu sem vinkonur hans eru óhjákvæmilega hluti af. En tilraun hans er held ég mun víðtækari, djúpristari. Nefnilega þráin eftir upprunaástandinu, dvölinni í Paradís þegar lífið var sjálfsagt og sjálfsprottið, tilfinning sem styrkist enn af því að höfundur rýfur reglulega frásögnina frá Saigon með sendibréfum til móður sinnar látinnar, þ.e. aldingarðsins frá því við nutum allsnægta í hlýju og öruggu skjóli móðurkviðarins. Þetta er hárbeitt og frumleg menningargagnrýni hjá Sigurði og minnir á Rousseau sem sagði „Allt er gott frá hendi Skaparans, allt spillist í meðförum mannanna …“ En hann bætti líka við að úr því sem komið væri gæfist ekki önnur leið en menningarinnar, ósiðvæddur maður væri eins og „teinungur sem af tilviljun hefði sprottið upp á miðju stræti“ og umferðin myndi valta yfir og kremja. Syndafallið hefur átt sér stað og maður án menningar er óhugsandi. Líf án menningar er lítt bærilegt og kemur í hugann þessi misserin þegar jagið, illdeilur og rifrildi rísa svo hátt og skekja alla samfélagsbygg­ inguna. En menning er spurning um rætur og gróðurmoldin er sjálft ungviðið. Og nú skulum við hafa í huga tilmæli Njáls á Bergþórshvoli um að höggva ekki tvisvar í sama knérunn og í stað þess að gagnrýna barnaefni sjónvarpsins ætla ég að leika mér að eftirfarandi hugmynd: Landnámið. Hve það hlýtur að tala til allra aldursskeiða, ekki síst þeirra yngstu. Að hugsa sér þetta upphaf: fóstbræður sem koma hvor á sínu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.