Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Síða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Síða 14
P é t u r G u n n a r s s o n 14 TMM 2010 · 4 skipi, annar heiðinn, hinn trúlaus. Hvað er að vera heiðinn á 9. öld? Hvað er að vera trúlaus? Ólíkar aðferðir þeirra við að nálgast landið, uppreisn þrælanna gegn Hjörleifi, hvernig voru þeir til komnir? Voru þeir ekki í fullum rétti að drepa kúgara sinn og flýja? Engar smá spurningar! Og svo hin makalausa leit Karla og Vífils að öndvegissúlum Ingólfs, sem ef marka má Landnámu hefur staðið í á þriðja ár. Bregða upp leiðinni frá Ingólfshöfða til Reykjavíkur, hvað eru það mörg hundruð kílómetrar ef maður þræðir hvern vog og hverja vík? Sjá þá skripla á hálu grjótinu, sökkvandi upp að mitti í þarabrúkið og hvað með allan rekaviðinn sem hlýtur að hafa flísalagt allar fjörur, hvernig átti að koma auga á tvö prik í öllum þeim grúa? Og annað: gátu þeir ekki notað tækifærið og flúið? Þeir voru þrælar, landið skógi vaxið og auðveldir felustaðir. En svo á hinn bóginn tveir einhleypir karlar? Og nú koma öndvegissúlurnar í leitirnar og Karli lætur orðin alkunnu falla: „Til lítils höfum við farið um gróðursæl héruð ef við eigum að byggja útnes þetta.“ Frjó rannsóknarspurning. Og merkileg staðreynd að núverandi Reykjavík skuli óðum vera að spanna hið upphaflega landnám Ingólfs á milli Ölfusár og Botnsár í Hvalfirði. En það er ekki búið, Karli strýkur. Sammælist við ambátt sem ugg­ laust hefur verið landa hans og þau læðast burt í skjóli nætur. Hvert gátu þau farið? Hvert á land sem var. Einhverntímann seinna eru menn Ingólfs að byggja skála þar sem nú er skíðaskáli KR á Skálafelli og sjá þá reyk leggja upp þar sem nú heitir Þingvallavatn. Karli hefur sumsé valið fallegasta staðinn á landinu til að búa á. Og menn Ingólfs koma að þeim óvörum, sagan segir ekki hvað þeir gerðu við þau, en maður hefur sínar grunsemdir. Skyldu þau hafa verið komin með börn? Karli kemur ekki meira við sögu en Vífill fær frelsi og Vífilsstaði þar sem núna er IKEA. Hugsið ykkur hvað þessi frumsaga vekur upp margar spurningar og tengingar og að þetta skuli jafnframt vera upphafið á sögu okkar. Hér með læt ég sjónvarpinu þetta efni eftir í staðinn á móti Curious George, Pauline Penelope og Jimmy Two Shoes. *** Sigurður Nordal sá sjónvarpið fyrir. Í grein frá árinu 1931 horfir hann til framtíðar og segir: „Þá verða víst viðtækin orðin svo fullkomin, að áheyrendur sjá líka ræðumanninn fyrir framan sig. Þá og ekki fyrr, má búast við, að útvarpið hafi rutt sér til þess rúms, sem það á skilið að skipa, hafi sýnt, hvað það getur og getur ekki.“10 Svo mörg voru þau orð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.