Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 15

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 15
E f é g g æ t i e k k i e l s k a ð þ e s s a þ j ó ð TMM 2010 · 4 15 Aftur á móti eru hugmyndir Sigurðar í uppeldismálum fjærstar því sem kom á daginn, enda til komnar þegar 80% landsmanna bjuggu í mismunandi einangruðum sveitum þar sem börnin lærðu allt sem til lífsbaráttunnar þurfti með einni saman þátttöku í bústörfum og fengu í kaupbæti þá menningu sem þjóðin hafði ferjað yfir djúp aldanna. Hallbjörn Halldórsson, prentmeistari, gerir góðlátlegt grín að uppeldis­ hugmyndum Sigurðar í grein sem hann skrifaði árið 1927 og segir frá fyrirlestri sem Nordal hafði þá nýverið haldið þar sem „hann tók til dæmis og samanburðar pilt úr Öræfunum og strák úr Mosfellssveitinni og sýndi, hversu jöklar og sandar, fárviðri og hættur, vegleysur og vatnsföll stæla sálarkrafta piltsins úr Öræfunum og þroska vit hans og karlmennsku, en strákurinn úr Mosfellssveitinni verður sofandi sauður fyrir áhrif brúa og vega, lögbundinnar umferðar og bifreiðaskrölts og svo nágrennisins við hina syndum spilltu Babýlon Íslands, Reykjavík, þar sem engin hætta stælir vitsmunina, því að strákurinn úr Mosfells­ sveitinni veit, að bifreiðunum má ekki aka ofan á hann.“11 En á fremsta bekk munu hafa setið saman tveir ungir menn, Halldór Laxness úr Moskó og Þórbergur Þórðarson úr Suðursveit. Málið var Hallbirni reyndar líka skylt þar sem hann var ættaður úr Mosfells­ sveitinni. Aftur á móti er í fullu gildi stefnuskráin sem Sigurður orðaði á fæð­ ingar degi og fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, sjálfan lýðveldisdaginn 17. júní 1944, að Rafnseyri við Arnarfjörð. Fyrst víkur hann að sjálfu afmælisbarninu og setur fram þá athyglisverðu kenningu að Jón Sigurðs son hafi verið fyrsti Íslendingurinn sem lánaðist. „Alls staðar ber skugga Íslands óhamingju á ævi þeirra, sem máttu þykja kjörnastir forvígismenn. Sumir þekktu ekki vitjunartíma sinn, misskildu köllun sína og hlutverk. Sumir lutu í lægra haldi fyrir ofur­ efli, aðstæðum og lífskjörum, voru beygðir eða brotnir. Sumum var svipt burt af duttlungum örlaganna, áður en þeir voru fullþroskaðir eða fullreyndir. En Jón fékk að lifa, þroskast, starfa, beita sér af alefli, vinna ótvíræða sigra. Engir örðugleikar buguðu kjark hans, hann örvænti aldrei, smækkaði hvorki sjálfur né slakaði á kröfum sínum til þjóðarinnar og fyrir þjóðina, þótt hann kæmi ekki öllu fram. Hann skildi löndum sínum eftir ófölskvaðar framtíðarhugsjónir, þar sem hina raunverulegu framsókn þraut. Það var orðið annað og meira að vera Íslendingur, þegar hann hafði runnið skeið sitt á enda, en það var, þegar hann kom til sögunnar.“ Og vissulega væri hægt að hafa sömu orð um Sigurð: hann er Íslendingur sem lánast og í því sambandi er fróðlegt að bera saman
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.