Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 17
TMM 2010 · 4 17
Guðni Elísson
Þegar vissan ein er eftir …
Um staðlausa stafi og boðunarfrjálshyggju
„Örfáir gagnrýnir hagfræðingar hafa bent á að jafnvel í grunnkúrsum í
úrvalsháskólum sé hagfræðin kennd sem „dauð vísindi“. Dauð vísindi eru
vísindi sem hafa svör við öllum spurningum …“
Pär Gustafsson: „Vandvirkni eða vitsmunaleg tregða:
Um atferlisforsendur nýklassískrar hagfræði“, Eilífðarvélin, bls. 71.
„Kenningar um nútímavæðingu eru ekki vísindalegar tilgátur, heldur trú
fræðilegar réttlætingar – frásagnir um forsjá og endurlausn – faldar á bak við
félagsfræðilegt fagmál.“
John Gray: Black Mass: Apocalyptic Religion and the Death of Utopia, bls. 105.
Kenningakerfi sem byggist á óraunhæfum kröfum og óraunsæjum hug
myndum um samfélagið og mannlegt eðli er einfaldlega gallað.1 Kerfi
verða að taka tillit til þess að mannlegar hvatir eru margbreytilegar. Ein
hvern veginn svona mætti orða grundvallarhugmynd Eilífðarvélarinnar,
greinasafns á íslensku, sem er ætlað að vera uppgjör við „nýfrjáls
hyggjuna“ (e. neoliberalism) og afleiðingar hennar. Í þeim anda segir
ritstjóri bókarinnar, Kolbeinn Stefánsson: „Öll hugmyndafræði sem
gerir óraunsæjar kröfur til fólks eða upphefur eitthvað eitt í mannlegu
eðli, t.d. ásælni eða samkennd, er þannig staðleysa […], þ.e. fögur fram
tíðarsýn sem getur ekki gengið upp“.2 Af lestri Eilífðarvélarinnar vakna
ýmsar forvitnilegar spurningar um tengsl nýfrjálshyggju og staðleysu (e.
utopia), um trúarleg ítök hugmyndarinnar um markaðsfrelsi og hvert
sú hagfræði muni leiða mannkyn, sem á undanförnum áratugum hefur
að meira eða minna leyti verið byggð á blindri sannfæringu um gildi
markaðslögmálanna.
Að mati Kolbeins á „nýfrjálshyggjan“ það sammerkt með Sovét
kommúnismanum að vilja skipuleggja samfélög út frá algildu hug
myndakerfi, „kerfi sem reynir að finna eina grundvallarskýringu á
öllum samfélagslegum fyrirbærum, sem leiðir til einnar lausnar á