Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 27

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 27
A ð v e r a e y l a n d TMM 2010 · 4 27 að gjósa. [… H]ún er miklu stærri og það sem blasir við nú er í rauninni aðeins forsmekkur þess sem gerast mun – ég segi ekki ef, heldur segi ég þegar – Katla gýs. […] Ég held að það sé orðið tímabært að ríkisstjórnir og flugmálayfirvöld um alla Evrópu og um allan heim fari að búa sig undir komandi Kötlugos.3 Allt frá haustinu 2008 hafði Ísland fundið til skammar yfir eigin mis­ tökum og gripið til þess ráðs að kvarta yfir „yfirgangi“ annarra landa, sérstaklega Bretlands og Hollands. Það getur bætt sjálfsálitið verulega að eiga þess kost að valda „óheyrilegum skaða“. Ræða forsetans jafngilti yfirlætislegu feginsandvarpi. Þessi túlkun forsetans vakti þó litla ánægju innan ferðamanna­ iðnaðarins og milljónum evra var umsvifalaust veitt í sameiginlega auglýsingaherferð ríkis og atvinnurekenda um sumarið, „Inspired by Iceland“, þar sem sýnt var hversu hættulaust og skemmtilegt væri að sækja landið heim. Opinbera myndbandið í herferðinni hófst á því að ung og aðlaðandi kona virtist frá sér numin af undrun og aðdáun úti í miðju hrauni: „Þið trúið ekki hvar ég er,“ segir hún við myndavélina. „Ég er á Íslandi. Það er … það er ótrúlegt!“ – Brestur síðan í frjálsan dans með vini sínum.4 Það er alls engin nýbóla að menn sýni því yfirdrifinn áhuga hvernig Ísland kemur öðrum fyrir sjónir. Í Landnámu, handriti frá 13. öld, er greint frá landnámi norrænna manna á Íslandi til forna. Að undan­ förnu hafa fornleifa­ og erfðafræðingar borið brigður á sannleiksgildi frásagnanna, en handritið er engu að síður þýðingarmikið vegna þeirra sanninda sem það birtir óviljandi. Í einni af eldri gerðum handritsins greina skrásetjararnir frá meginástæðunni fyrir verki sínu: Þat er margra manna mál, at þat sé óskyldr fróðleikr at rita landnám. En vér þykjumsk heldr svara kunna útlendum mönnum, þá er þeir bregða oss því, at vér séim komnir af þrælum eða illmennum, ef vér vitum víst várar kynferðir sannar…5 Í ritinu Iceland, the First New Society, bendir Richard F. Thomasson á sams konar áhuga meðal hetja Íslendingasagna sem voru skrifaðar á sama tímabili: Noregur var miðjan og þeir sjálfir voru útjaðarinn […] Í Íslendingasögunum og sagnaritunum er Ísland úti en Noregur er „heima“. Íslendingar „sigla út“ til Íslands en „sigla heim“ til Noregs. Í Íslendingasögunum eru menn mjög upp­ teknir af því hvernig litið er á Íslendinga innan norsku konungshirðarinnar. Kon­ ungarnir og jarlarnir dást jafnan að því hve Íslendingar eru feikilega myndarlegir, gáfaðir, kurteisir, göfuglyndir og leiknir í íþróttum. (Thomasson, bls. 10)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.