Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 31

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 31
A ð v e r a e y l a n d TMM 2010 · 4 31 og þess hve Íslendingar hafa í reynd verið ofurseldir erlendum öflum á 20. öld sem viðhaldsvinnu við rofið. Samkvæmt Sigurði Nordal markaði fyrsti ritsímasæstrengurinn milli Íslands og Evrópu, sem var lagður árið 1906, endalok miðalda á Íslandi. En margt var þá víst enn ógert og margt af því var síðar gert af eða í samvinnu við erlend herlið. Breski herinn nam Ísland árið 1941 og sá bandaríski tók við af honum árið 1942. Bandaríkjamenn fóru eftir stríðið, en komu aftur árið 1951, eftir að Atlantshafsbandalagið var stofnað, til að reisa herstöð á Íslandi, þar sem landið hafði hernaðarlega þýðingu í kalda stríðinu. Efnahagsáhrifin voru gríðarleg: Bandaríski herinn lagði fyrsta nothæfa veginn sem tengdi saman hinar dreifðu byggðir. Herinn byggði líka eina alþjóðaflugvöllinn á landinu, líkt og Bretar höfðu gert flugvöll fyrir innanlandsflug í miðborg Reykjavíkur. Ísland fékk mesta Marshall­aðstoð allra ríkja miðað við höfðatölu, jafnvel þótt fiskútflutningur í stríðinu hefði verið svo ábatasamur fyrir Íslendinga að eldra fólk talar ennþá um „blessað stríðið“. Í hvert sinn sem innlendir stjórnmálamenn eða slæm efnahagsstjórn komu lands­ mönnum í vandræði var hægt að reiða sig á að bandamennirnir miklu í vestri keyptu af þeim fisk eða „opnuðu markaði“. Fyrirtækið sem var stofnað til að sinna byggingarstarfsemi í tengslum við herinn, Íslenskir aðalverktakar (IAV), er ennþá langstærsti byggingaraðilinn í landinu. Íslendingar skrifuðu undir stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins árið 1949 þrátt fyrir hörð mótmæli. Mótmælin voru kveðin niður með lögregluvaldi og til þess beitt táragasi í fyrsta og eina sinn í sögu Íslands þar til í fjöldamótmælunum árið 2009. Mótmælin, táragasið og ákærur ríkisvaldsins á hendur mótmælendum í kjölfarið17 mörkuðu upphaf og endalok tímaskeiðs, en ennþá er því afneitað hvers eðlis þau þáttaskil nákvæmlega voru, í Íslandssögunni eins og hún birtist víðast. Það sem er merkilegt í ljósi núverandi aðstæðna er hve vera hersins hefur fengið tiltölulega litla athygli og umfjöllun miðað við áhrif hennar. Vissulega var herstöðin í um 50 km fjarlægð frá Reykjavík svo að hermennirnir og búnaður þeirra voru yfirleitt ekki í beinni snertingu við þorra landsmanna. Og vissulega gekk einnig hópur vinstrisinna, þar á meðal móðir mín og ég fimm ára gamall, frá herstöðinni til Reykjavíkur á hverju ári og kyrjaði slagorð og söngva friðarsinna. Þátttakendurnir, sem skiptu nokkrum tugum eða hundruðum, voru fámennur jaðarhópur sem fékk engu breytt. Meirihlutanum sem studdi hersetuna eða féllst á hana, tókst aftur á móti ágætlega að leiða herinn kurteislega hjá sér á meðan hann makaði krókinn. Þetta skýrist ef til vill best í ljósi þjóðernisstefnunnar sem menn lýstu yfir á öllu pólitíska
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.