Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 33

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 33
A ð v e r a e y l a n d TMM 2010 · 4 33 veruleiki hennar og annars fólks er og hver hún sjálf og aðrir eru. Oft er erfitt fyrir manneskju með slíka skynjun á heilli sjálfsveru og persónulegri sjálfsmynd sinni, á varanleika hlutanna, […] á raunveruleika annarra, að setja sig í spor einstaklings með reynslu sem er gjörsneydd allri ótvíræðri fullvissu sem veitir sjálfum honum staðfestingu.21 Líf verufræðilega óöruggrar manneskju markast af viðbrögðum við ein­ hverri ógn sem henni finnst sífellt steðja að sér: Hin verufræðilega óörugga manneskja er gagntekin af því að viðhalda sér fremur en að fullnægja löngunum sínum – hin hversdagslegu lífsskilyrði ógna lágum öryggisþröskuldi hennar [og] fela [því] í sér samfellda og lífshættulega ógn. […] Hún verður að einbeita sér að því að hugsa upp leiðir til að reyna að vera raunveruleg, til að halda sjálfri sér og öðrum á lífi, til að viðhalda sjálfs­ mynd sinni, í því skyni, eins og hún orðar það oft, að koma í veg fyrir að hún glati sjálfi sínu.22 Þessi ógn tekur á sig þrjú meginform: Kaffæringu (e. engulfment), hrun (e. implosion) og stjarfa (e. petrification). Ógn kaffæringarinnar veldur því að maður kvíðir „tengslunum sem slíkum, við hvern eða hvað sem er eða jafnvel við sjálfan sig“ og á það á hættu þegar hann tekur upp hvers konar tengsl að glata sjálfræði sínu og sjálfsmynd. „Helsta úrræðið til að varðveita sjálfsmyndina andspænis þeim þrýstingi sem stafar af kaffæringarkvíða er einangrun.“ Ógn hrunsins stafar af „innri tómleikakennd“ þar sem sérhver tengsl við veruleikann fela í sér ógn við sjálfsmynd manns. Ógn stjarfans er sú hætta að verða „breytt úr lifandi manneskju í dauðan hlut, í stein, í vélmenni, í sjálfvirka vél, án persónulegs sjálfræðis til athafna, í það án sjálfs“ eða þá að gera aðra stjarfa, afneita sjálfræði hins, koma fram við hann „ekki sem persónu, sem frjálsan geranda, heldur sem það“.23 Laing útskýrir ástandið nánar með því að taka dæmi af sjúklingi, James 28 ára gömlum. Þótt algengasta viðbragðið við ógn kaffæringar og hruns sé einangrun, var viðbragð James við stjarfaógninni undan­ látssemi á ytra borði, að „haga sér eðlilega“ þótt hann gerði aðra stjarfa í huganum: Bæði úrræðin samanlögð tryggðu eigið sjálf hans sem hann mátti aldrei koma upp um opinberlega og sem gat því aldrei tjáð sig á beinan og krókalausan hátt. […] Með ytri hegðun sinni afstýrði hann þeirri hættu sem sífellt steðjaði að honum, þ.e. að verða hlutur einhvers annars, með því að þykjast vera bara korkur. (Enda er hægt að vera nokkur öruggari hlutur úti á hafi?)24
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.