Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Síða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Síða 42
42 TMM 2010 · 4 Ásgeir Friðgeirsson Hrun vitsmuna framsal á skilningi – dómgreind án forsendna Hvað var að gerast? Þeir hinir sömu og voru fullir af sjálfstrausti og atorku og ljómuðu af ráðsnilld þremur árum áður voru nú örvæntingarfullir, ráðalausir og yfirbugaðir. Íslenska bankakerfið – nýja óskabarn þjóðarinnar, var að sökkva. Angist, beiskja, reiði og umfram allt óvissa hafði tekið sér bólfestu í brjóstum manna. Augu allra voru eins – eitt stórt spurningarmerki. Allt frá þeim degi að íslenska bankakerfið fór á hliðina í lok september þegar örlög Glitnis urðu ljós og þar til það hrundi til grunna ellefu dögum síðar vissi ég ekki hvað var að gerast eða hvað hafði gerst þótt ég teldist innanbúðarmaður. Bankamennirnir, sérfræð- ingarnir og viðskiptajöfrarnir vissu það ekki heldur þó svo einhverjir hafi brugðið fyrir sig orðum eins og „skyndileg lausafjárþurrð“, „veðköll“, „óvænt innköllun endurhverfra viðskipta“ eða „áhlaup“. Ég vissi að íslenska krónan var veik og henni fylgdi áhætta og ég vissi að banka- kerfið var orðið miklu umfangsmeira en ríkisbúskapurinn en vissi ekki hversu hættulegt það gat orðið. Mig hafði lengi grunað að ýmis viðskipti á milli skyldra aðila væru tilbúin viðskipti og meintur ávinningur væri í raun lánsfé og þá hafði ég heyrt sögur um hvernig sumir bankar væru að halda uppi gengi í sjálfum sér með því að lána fyrir öllum viðskiptunum. Ég hafði hins vegar ekki fullan skilning á því hvernig alþjóðlega bankakreppan var að éta allt bankakerfið innan frá og mig grunaði ekki hvað fáir stórir aðilar í íslensku fjármálalífi skulduðu mikið í íslenska kerfinu. Og þá hafði ég ekki áttað mig á því hve hagur launafólks og alls almennings var orðinn samofinn mörgum þeim áhættusömu gjörningum sem voru framdir á fjármálamörkuðum heimsins og eru enn í dag. Allra síst hafði ég nokkurn skilning á neinni heildarmynd og því hversu veikar stoðir fjár- málakerfisins geta orðið við breyttar aðstæður. Enn hef ég takmarkaðan skilning á þessu öllu saman – hvernig fjármálafyrirtæki – jafnvel heilu samfélögin – gátu á tímum þekkingar, almennrar menntunar og öflugrar upplýsingatækni stefnt inn á brautir sem nú er ljóst að leiddu til gjaldþrota og sjálfstortímingar. Enn leita ég skýringa á hvað það var sem raunverulega hrundi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.