Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Qupperneq 46

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Qupperneq 46
Á s g e i r F r i ð g e i r s s o n 46 TMM 2010 · 4 Grunnhyggni í forsendum hagfræðinga Vísindi efla alla dáð17 og eru vagga framfara. Þekkingin er grundvöllur umbóta. Þetta hefur átt við um hagfræðiþekkingu rétt eins og önnur svið. Og þegar íslenskir hagspekingar eru spurðir um hvaða lærdóm megi helst draga af hagsögu Íslands á 20. öld eru færð rök fyrir því að helsta einkenni hagsögunnar sé „mikil andstaða við skynsamlegar og hagkvæmar breytingar sem komu að utan, eins og deilurnar um EFTA­ og EES­samningana sýna. Sama gilti um haftatímabilið eftir seinni heimstyrjöld. Þessi afstaða byggðist á þröngsýni og þekkingarleysi. Ef það er eitthvað eitt sem læra má af hagþróun og hagstjórn 20. aldarinnar er það að vanþekking í hagstjórn er slæmur förunautur.“18 Aðrir benda á umræðuhefðina hér á landi: „Lærdómurinn sem má draga af hagstjórn og hagþróun 20. aldar er sá að nauðsynlegt er að bæta mikið umræðuna um hagstjórn á Íslandi. Það er mikilvægur þáttur í farsælli endurreisn hagkerfisins; það er einnig mikilvægt fyrir gangverk þess kerfis sem ætlunin er að byggja upp því skilningur fólks á gangverki kerfisins er mikilvægur hluti af trúverðugleika þess og þar með skilvirkni.“19 Guðmundur Jónsson, prófessor í sagnfræði, sem er einn okkar helsti fræðimaður á sviði hagsögu kemur að spurningunni úr gagnstæðri átt og dregur fram þau sjónarmið að oftrú á þekkingu og fjarlægð á milli fræða og raunveruleika eigi ekki síður hlut að máli. Ég tek undir með bandaríska hagfræðingnum Paul Kruger sem segir að alvar­ legustu brestir hagfræðinnar felist ekki í því að henni mistókst að spá fyrir um ósköpin sem riðu yfir Vesturlönd á síðasta ári heldur oftrú á kenningum sem eru í litlum tengslum við raunveruleikann; fallegum stærðfræðilíkönum sem ganga út frá forsendum sem eiga oft enga samsvörun í veruleikanum; mannskilningi sem gerir ráð fyrir því að við séum fyrst og fremst skynsöm, rökvís og upplýst hagmenni. Ég vil bæta við: Ofuráhersla á pósitívíska vísindaaðferð sem telur að eina raunverulega, marktæka þekkingin sé sú sem setur fram almennar reglur eða lögmál. Í þessum kenningaheimi lýtur efnahagslífið vélrænum lögmálum, markaðskerfið leitar sjálfkrafa jafnvægis og því eiga stóráföll í raun ekki að geta átt sér stað. Fræðimönnum sem sníða sér svo þröngan kenningarstakk er hætt við að yfir sjást hið óvænta – t.d. stærsta hrun fjármálakerfisins í 80 ár.20 Guðmundur telur jafnframt að „… ríkjandi viðmið í hagfræði hafi hvorki byggst á traustum aðferðafræðilegum grundvelli né staðist próf reynslunnar; kenningar sniðganga brýnustu efnahagsvandamál sam­ félagsins og takmarkanir og forsendur þessara kenninga eru ekki gerðar opinberar. Af þessum sökum hljóta hagfræðingar að bera nokkurn skerf af ábyrgðinni á núverandi kreppu.“21 Þá skoðar Guðmundur megin­
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.