Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 48
Á s g e i r F r i ð g e i r s s o n
48 TMM 2010 · 4
Hér er dregin upp mynd af samfélagi mikillar þekkingar þar sem ein
staklingurinn hefur ekki yfirsýn yfir þá hluti sem hann varða og felur
meintum sérfræðingum að hafa skilning á fyrir sig. Hann telur sér trú
um að hámenntaðir sérfræðingar á svimandi háum launum hljóti að vita
hvað þeir eru að gera. Einstaklingurinn trúir þjónustufulltrúanum, sem
treystir sérfræðingum sinnar deildar, sem treysta greiningardeildum
og forstöðumönnum, sem reiða sig á yfirmenn, erlend matsfyrirtæki,
seðlabanka og greiningardeildir alþjóðabanka, sem byggja á enn fleiri
sérfræðingum. Einstaklingurinn framselur skilninginn. Hann trúir
því að hann geti treyst keðju þekkingarmola sem þegar upp er staðið
reynist vera keðja væntinga um að einhver viti eða kunni til hlítar –
væntingar sem urðu að veruleika þegar allt var á uppleið en brugðust á
leiðinni niður. Við trúðum því að þekkingin væri til staðar og það var
grundvöllur ákvarðana. Við ofmátum þekkingu okkar þegar við áttum
að viðurkenna vanþekkingu. Vanþekkingin var meiri þátttakandi í
atburðarásinni en menn eru reiðubúnir að viðurkenna. Vanþekkingin
var vanmetin. Þekkingarvefur var (sjálfs)blekkingarvefur. Enn á ný taldi
mannskepnan sér trú um að hún hefði náð valdi á raunveruleikanum og
að hegðun hennar væri skynsamleg. Þar var ég engin undantekning.
Ofbirta, blinda og hjarðhegðun
Oft er vísað til svokallaðra undimálslána í Bandaríkjunum þegar fjallað
er um fjármálahrun heimsins á árunum 2007–2008. Margt í sögu þeirra
lána varpar skýru ljósi á það sem var að gerast í fjármálaheiminum á
fyrsta áratug 21. aldar.
Undirmálslánin voru lán til almennings með veði í fasteign – undan
tekningalítið með 100% veði í húseign. Á níunda áratugnum hófu bankar
í Bandaríkjunum að bjóða almenningi að sópa saman greiðslukorta
skuldum, afborgunum af námslánum, bílalánum og neyslulánum og
greiða upp með láni með veði í húseign. Í raun eignuðust bankarnir
húsnæðið en þeir settu krana á tekjustreymið hjá almenningi og töpp
uðu af mánaðarlega fyrir vöxtum. Eftir að bandaríska hagkerfið komst
út úr netbólunni og árásunum á Tvíburaturnana í september 2001 án
áfalla vegna þess að vöxtum var haldið niðri26 kom í ljós að fasteignaverð
hafði ekkert lækkað á erfiðleikatímanum. Jók það tiltrú manna á
raunveruleg verðmæti fasteigna og fram stigu sérfræðingar sem sögðu
að fasteignaverð hefði ekki lækkað á landsvísu í Bandaríkjunum í 60
ár, – þ.e. alls staðar í öllum ríkjum á sama tíma27. Þegar komið var fram
til ársins 2003 voru þessi lán orðin afar vinsæl. Fasteignaverð hækkaði