Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 48

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 48
Á s g e i r F r i ð g e i r s s o n 48 TMM 2010 · 4 Hér er dregin upp mynd af samfélagi mikillar þekkingar þar sem ein­ staklingurinn hefur ekki yfirsýn yfir þá hluti sem hann varða og felur meintum sérfræðingum að hafa skilning á fyrir sig. Hann telur sér trú um að hámenntaðir sérfræðingar á svimandi háum launum hljóti að vita hvað þeir eru að gera. Einstaklingurinn trúir þjónustufulltrúanum, sem treystir sérfræðingum sinnar deildar, sem treysta greiningardeildum og forstöðumönnum, sem reiða sig á yfirmenn, erlend matsfyrirtæki, seðlabanka og greiningardeildir alþjóðabanka, sem byggja á enn fleiri sérfræðingum. Einstaklingurinn framselur skilninginn. Hann trúir því að hann geti treyst keðju þekkingarmola sem þegar upp er staðið reynist vera keðja væntinga um að einhver viti eða kunni til hlítar – væntingar sem urðu að veruleika þegar allt var á uppleið en brugðust á leiðinni niður. Við trúðum því að þekkingin væri til staðar og það var grundvöllur ákvarðana. Við ofmátum þekkingu okkar þegar við áttum að viðurkenna vanþekkingu. Vanþekkingin var meiri þátttakandi í atburðarásinni en menn eru reiðubúnir að viðurkenna. Vanþekkingin var vanmetin. Þekkingarvefur var (sjálfs)blekkingarvefur. Enn á ný taldi mannskepnan sér trú um að hún hefði náð valdi á raunveruleikanum og að hegðun hennar væri skynsamleg. Þar var ég engin undantekning. Ofbirta, blinda og hjarðhegðun Oft er vísað til svokallaðra undimálslána í Bandaríkjunum þegar fjallað er um fjármálahrun heimsins á árunum 2007–2008. Margt í sögu þeirra lána varpar skýru ljósi á það sem var að gerast í fjármálaheiminum á fyrsta áratug 21. aldar. Undirmálslánin voru lán til almennings með veði í fasteign – undan­ tekningalítið með 100% veði í húseign. Á níunda áratugnum hófu bankar í Bandaríkjunum að bjóða almenningi að sópa saman greiðslukorta­ skuldum, afborgunum af námslánum, bílalánum og neyslulánum og greiða upp með láni með veði í húseign. Í raun eignuðust bankarnir húsnæðið en þeir settu krana á tekjustreymið hjá almenningi og töpp­ uðu af mánaðarlega fyrir vöxtum. Eftir að bandaríska hagkerfið komst út úr netbólunni og árásunum á Tvíburaturnana í september 2001 án áfalla vegna þess að vöxtum var haldið niðri26 kom í ljós að fasteignaverð hafði ekkert lækkað á erfiðleikatímanum. Jók það tiltrú manna á raunveruleg verðmæti fasteigna og fram stigu sérfræðingar sem sögðu að fasteignaverð hefði ekki lækkað á landsvísu í Bandaríkjunum í 60 ár, – þ.e. alls staðar í öllum ríkjum á sama tíma27. Þegar komið var fram til ársins 2003 voru þessi lán orðin afar vinsæl. Fasteignaverð hækkaði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.