Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 51

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 51
H r u n v i t s m u n a TMM 2010 · 4 51 að breyttum forsendum og samsami sig ríkjandi ástandi. Þessu má líkja við að menn færu í pestum og faröldrum að álykta að úr því að meðal­ líkamshiti hópsins væri 39,5 gráður á Celsíus þá væri hann eðlilegur. Eitt áhrifaríkasta dæmið um hjarðhegðun á Íslandi á árunum fram að haustmánuðum 2008 er líkast til að allar fjármálastofnanir með öllum sínum sérfræðingum og lögfræðingum buðu gengistryggð lán sem allar eftirlitsstofnanir töldu eðlileg, stjórnmálamenn lofuðu, fjölmiðlar og álitsgjafar kynntu og mæltu með og tugir þúsunda einstaklinga og fyrir­ tækja, tóku að fjárhæð sem í júní 2010 stóð í samtals 885 þúsund millj­ ónum íslenskra króna.40 (Þetta er fjárhæð sem er a.m.k. tvisvar sinnum hærri en ætla má að heildarskuldir ríkissjóðs verði í árlok 2010.) Síðan kemur í ljós með dómi Hæstaréttar þann 16. júní 2010 að slík lán eru ólögleg.41 Það sem nú blasir við að var bæði óskynsamlegt og ólöglegt var í ölduróti uppgangsins eðlilegt, rétt og sjálfsagt og hjarðirnar eltu. Skynsemin réð ekki för. Hjarðirnar fylgdu leiðarvísi sérfræðinganna í blindni. Kapítalismi fyrir alla Blindan og hjarðhegðunin var ekki bundin við fjármálaheiminn einan. Á síðasta áratug 20. aldar og í upphafi þeirrar 21. smitaði hinn stöðugi vöxtur efnahags yfir í aðrar sveitir. Hinn „endalausi“ vöxtur efnahags og botnlausa uppspretta fjármuna leiddi til þess að víðar en á Íslandi hættu menn að sjá muninn á hagsæld og farsæld.42 Þessir efnahagslegu vindar gáfu pólitískum hugmyndum um alþýðu­kapítalisma43 byr undir báða vængi. Þeirri hugmynd að almenningur gæti bætt hag sinn á sama hátt eða með sömu aðferðum og kapítalistar – þ.e. atvinnurekendur og fjármagnseigendur – hafði vaxið fiskur um hrygg á níunda áratug síðustu aldar þegar helstu leiðtogar hins vestræna heims voru Ronald Reagan forseti Bandaríkjanna og Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta. Þau voru bæði harðir talsmenn kapítalisma en áttu það sam­ eiginlegt að vera af alþýðlegu bergi brotin og trúðu því að auðhyggjan gæti fært öllum almenningi farsæld og frama á sama hátt og þeim. Ég var búsettur á Bretlandseyjum á níunda áratugnum og var með opin eyru fyrir umræðum um þjóðfélagsmál. Þá var það talið heppilegt að almenningur tæki þátt í uppbyggingu atvinnnulífs með því að fjár­ festa í hlutabréfum fyrirtækja. Einkavæðing ríkisfyrirtækja þar í landi hafði m.a. það að markmiði að auka hlutabréfaeign almennings og tók söluferli eignahluta ríkisins mið af því líkt og reynt var að gera á Íslandi. Í Bretlandi var einnig á þessum tíma aukin áhersla lögð á að fólk næði að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.