Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 52

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 52
Á s g e i r F r i ð g e i r s s o n 52 TMM 2010 · 4 eignast þak yfir höfuðið en þá bjó um þriðjungur Breta í eigin húsnæði. Helsta leiðin til þess var að auðvelda fólki aðgang að lánsfé til húsnæðis­ kaupa sem þýddi auknar lántökur og auknar veðsetningar í hagkerfinu. Til sögunnar voru jafnframt kynntir kaupréttir starfsfólks fyrirtækja sem gáfu starfsfólki möguleika á að eignast hlutafé í fyrirtækjum sem það hafði starfað lengi hjá. Aðferðum og lausnum sem fram að þessu höfðu fært fjármagnseigendum arð og auð var núna beitt til þess að veita almenningi aukna hagsæld. Aukin almenn hagsæld á sér góða bræður sem geta m.a. lagt baráttunni við margvísleg félagsleg vandamál lið og stuðlað að aukinni farsæld. Ég gleymi seint ferðalagi með heimamanni um Belfast á Norður­Írlandi árið 1986. Þá var enn stríð milli kaþólskra og mótmælenda og morð og önnur hryðjuverk voru algeng. Tveimur árum áður hafði írski lýðveldis­ herinn IRA reynt að myrða Thatcher forsætisráðherra Breta í sprengju­ tilræði í Grand Hotel í Brighton. Belfast var að mestu tvískipt á milli íbúðahverfa kaþólskra og mótmælenda. Í hrörlegum íbúðahverfum alþýðu og verkafólks voru ömurleg belti auðnar og eyðileggingar sem drógu mörkin á milli trúar­ og haturshópanna tveggja. Eftir að hafa gengið frá höfninni og um borgina þvera vorum við komnir upp í fjallshlíðar þar sem finna mátti gróin og falleg einbýlishúsahverfi þar sem hörmungar átaka íbúa borgarinnar virtust víðs fjarri. Ég spurði þá félaga minn hvort hér byggju kaþólskir eða mótmælendur. Svarið var einfalt: „Hvorir tveggja. Þetta fólk hefur efni á því að lifa í sátt og sam­ lyndi“. Á þessum árum sáu menn ýmis merki þess að aukin hagsæld gæti þýtt aukna farsæld. Hugmyndin um kapítalisma handa öllum breiddist hratt út, – ekki hvað síst eftir fall Berlínarmúrsins og við efnahagslegan uppgang ýmissa ríkja í Mið­ og Austur­Evrópu. Hagsæld á Vesturlöndum jókst jafnt og þétt um og eftir miðjan tíunda áratug. Örlög netbólunnar höfðu eins og áður hefur komið fram ekki þau áhrif sem búast hefði mátt við vegna aðgerða Bandaríkjastjórnar í kjölfar árásanna á Tvíburaturnana. Það jók til muna tiltrú stjórnmálamanna og almennings á hagkerfinu og möguleika þess á að skapa stöðugan og kröftugan hagvöxt. Þegar komið var fram undir 2006 voru um 15 ár liðin frá verulegri niðursveiflu og til var orðin hugmyndin um hið áhyggjulausa velmegunar­ og velferðar­ samfélag sem einhverskonar hástig kapítalismans þar sem „menn græða á daginn og grilla á kvöldin“ eins og einn helsti boðberi frjálshyggjunnar á Íslandi komst eftirminnilega að orði.44 Þegar einkavæðing ríkisbanka á Íslandi hófst árið 1998 var í fyrsta áfanga lögð áhersla á að gefa starfsfólki og almenningi kost á að eignast
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.