Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Síða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Síða 55
H r u n v i t s m u n a TMM 2010 · 4 55 greindar því ekki til staðar. Í enn eitt skiptið var skynsemin ofurliði borin án þess að nokkur áttaði sig á því. Lokaorð Þegar fjármálakerfi alls heimsins rambar á sama tíma á barmi hruns eins og raunin var haustið 2008 kemur í ljós að hagsmunir ólíkra ein­ staklinga, hópa og þjóða eru orðnir ansi samofnir og gangvirki hags­ muna einstaklinga og samfélaga er orðið tröllvaxið. Skýringar á slíku hruni verða seint einfaldar eða einhlítar. Í þessari grein hafa verið tekin saman mörg ólík sjónarmið og ólíkar skýringar á þeim bresti sem varð haustið 2008. Sérstakur gaumur hefur verið gefinn að því hvernig við hugsum og vinnum með þekkingarmola og síðan hvernig hegðun okkar virðist stjórnast af væntingum og trú ekki síður en skynsemi og þekk­ ingu – a.m.k. þegar horft er um öxl. Ekki er að sjá að fjármálalífið hafi verið frábrugðið stjórnmálalífinu og þá virðist litlu skipta hvort þekk­ ingin og menntun hafi verið mikil eða lítil. Gangvirki alþjóðavæddra hagsmuna var ofvaxið skilningi okkar sem á tímum upplýsingar og þekkingar var og er erfitt að viðurkenna og horfast í augu við. Hugsanir runnu eftir brautum vanans sem allir hættu að efast um. Umræða og ákvarðanir, jafnt innan fjármálafyrirtækja þar sem einkahagsmunir voru að veði og á vettvangi stjórnmála þar sem samfélagshagsmunir voru að veði, byggðust á trú þegar menn héldu sig vita og von þegar þeir töldu sig skilja. Vafinn fékk ekki að njóta sín – viðurkenningin á vanþekkingu og takmörkuðum skilningi skipaði ekki nægjanlega háan sess. Áhættan sem fylgdi ákvörðunum sem teknar voru var því mun meiri en þeir sem tóku þær gerðu sér nokkru sinni grein fyrir. Vegna falskrar vissu var varúðar ekki gætt. Hrunið kennir okkur að maðurinn er ekki sú skynsemisvera sem hann vill eða þykist vera. Hugmyndin um þekkingar­ og upplýsingasamfélagið hefur skapað vissu um að framvindan í samfélagi mannsins hljóti að lúta lögmálum skynsemi. En svo er ekki. Ótal dæmi eru frá aðdraganda hrunsins um að þrátt fyrir upplýsingar, spár og vísbendingar þá getur samfélag sem býr við meiri þekkingu og greiðari aðgang að upplýsingum en áður hefur þekkst anað áfram svo árum skiptir eftir braut sem allir sjá síðar að var gönuhlaup. Það var ekki bara fjármálakerfið sem brást, eða stjórnmálakerfið, eða eftirlitskerfi innlendra sem erlendra stofnana, eða fjölmiðlar, eða kenningakerfi hagfræðinnar, eða íslenska krónan, eða siðferði einhverra einstaklinga, eða dómgreind bankastjóra – heldur allt þetta og meira til. Þetta var hrun vitsmuna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.