Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 64
H r a f n J ö k u l s s o n
64 TMM 2010 · 4
á samt vinninginn: Risinn og steinaldarkonurnar (Prehistoric Women),
spennandi, sérkennileg og skemmtileg ný, amerísk litkvikmynd, byggð
á rannsóknum á hellismyndum steinaldarmanna, sem uppi voru fyrir
22 þús. árum. Í myndinni leikur Íslendingurinn Jóhann Pétursson
Svarfdælingur risann GUADDI.
Við Jóna fórum aldrei í bíó saman. Við lékum okkur saman að
leggjum og skeljum. Hér er ég. Hvar ert þú?
Og ég hugsa um kvennafangelsið í Kópavogi og um hana Jónu,
hvernig hún ljómaði stundum, einsog sólríkur dagur á Ströndum þegar
söngur um sálina fer, og ég hugsa um myrkrið, óhjákvæmilegt myrkrið,
sem hvolfdist yfir, alltaf.
Sársaukinn er alltaf nýr, og svo rennur upp fyrir þér að hann fer aldrei.
Að það er ekkert réttlæti.
Svona vinnur hugur þess sem býr sig undir uppgjöfina.
***
Eina nóttina vakna ég og get ekki hreyft mig. Göng úr ljósi liggja þvert
gegnum herbergið. Ég sé stúlku svífa eftir ljósgöngunum. Hún er dáin
og hamingjusöm.
***
Ég kvaddi leigusalann undir myndinni af þeim Karli Bretaprinsi með
laxinn úr Hvítá. Ég kvaddi dansstelpurnar. Ég kvaddi vin minn sem
beið eftir bréfi frá forsetanum. Ég skildi geisladiskinn með Emiliönu
Torrini eftir, en tók með mér úrklippubókina.