Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 70
H e i m i r Pá l s s o n
70 TMM 2010 · 4
virðist sitja grátandi eftir, þó svo vafasamt sé að mælandinn hefði
sloppið lifandi frá jötnum ef hennar hefði ekki notið við, og hrímþursar
telja greinilega allt eins líklegt að Suttungur hafi drepið kauða þegar
hann finnst ekki daginn eftir brúðkaupið.4 Hinn ungi gestur hefur ekki
verið nefndur fyrr, en núorðið eru menn á sama máli og Snorri og kalla
hann fullum fetum Bölverk. Sannast að segja er ekkert sem bendir til
að þetta sé sérnafn í Hávamálum, heldur einfaldlega samnafn og merki
,illræðismaður, skúrkur‘. Það er fyrst þegar við lesum með gleraugum
Snorra eða annarra sem segja að Óðinn hafi kallað sig Bölverk, sem það
verður Óðinsheiti á þessum stað. En auk Snorra-Eddu kemur Bölverkur
fyrir sem nafn á Óðni í Grímnismálum, þar sem hann þylur heiti sín,
og í þulum Eddu.5
Sérkennileg verður myndin í 110. erindi þegar talað er um að svíkja
Suttung frá sumbli og lægi beinast við að skýra sem ,stinga af úr partýinu‘
– ef ekki kæmi til túlkun Snorra. Athyglisvert er að það er í þessu erindi
sem við fáum fyrst að vita að Óðinn hafi verið hér á ferð. Hér er hann
nefndur sem eiðrofi og er langeðlilegast að skilja svo að hann hafi rofið
heit sem hann gaf bæði Gunnlöðu og föður hennar.
Þetta eru sem sagt erindin um Gunnlöðu. Hennar er reyndar líka
getið í 13. erindi þar sem sá staður, sem í erindi 104 virðist heita Suttungs
salir, er kallaður garður Gunnlaðar.
Nú hefur glöggur lesandi auðvitað tekið eftir að ég hljóp yfir tvö
erindi úr frásögn Hávamála, nr. 106–107. Þau eru svo hljóðandi:
106
Rata munn
létumk rúms um fá
og um grjót gnaga.
Yfir og undir
stóðumk jötna vegir,
svo hætta eg höfði til.
107
Vel keypts litar
hefi eg vel notið,
fás er fróðum vant
því að Óðrerir
er nú upp kominn
á alda vés jarðar.
Mér miklu lærðara og gáfaðra fólk hefur átt í vandræðum með þessi
erindi. Hið fyrra er að vísu mögulegt að túlka með hjálp Konungs
Um Rata sjá meginmál. Yfir og undir
stóðumk jötna vegir virðist hljóta að
merkja að vegir jötna stóðu (lágu?) bæði
undir honum og yfir. Gísli Sigurðsson
túlkar jötna vegi sem ,kletta‘.
Flestir skýrendur reyna að tengja lit við
Gunnlöðu og benda þá á lostfagra liti í
93. erindi. Orðalagið er mjög einkenni
legt hvernig sem á er litið. – Svava gat
þess til að um væri að ræða litinn á vín
inu (bls. 225). Um Óðreri sjá meginmál.