Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 70

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 70
H e i m i r Pá l s s o n 70 TMM 2010 · 4 virðist sitja grátandi eftir, þó svo vafasamt sé að mælandinn hefði sloppið lifandi frá jötnum ef hennar hefði ekki notið við, og hrímþursar telja greinilega allt eins líklegt að Suttungur hafi drepið kauða þegar hann finnst ekki daginn eftir brúðkaupið.4 Hinn ungi gestur hefur ekki verið nefndur fyrr, en núorðið eru menn á sama máli og Snorri og kalla hann fullum fetum Bölverk. Sannast að segja er ekkert sem bendir til að þetta sé sérnafn í Hávamálum, heldur einfaldlega samnafn og merki ,illræðismaður, skúrkur‘. Það er fyrst þegar við lesum með gleraugum Snorra eða annarra sem segja að Óðinn hafi kallað sig Bölverk, sem það verður Óðinsheiti á þessum stað. En auk Snorra-Eddu kemur Bölverkur fyrir sem nafn á Óðni í Grímnismálum, þar sem hann þylur heiti sín, og í þulum Eddu.5 Sérkennileg verður myndin í 110. erindi þegar talað er um að svíkja Suttung frá sumbli og lægi beinast við að skýra sem ,stinga af úr partýinu‘ – ef ekki kæmi til túlkun Snorra. Athyglisvert er að það er í þessu erindi sem við fáum fyrst að vita að Óðinn hafi verið hér á ferð. Hér er hann nefndur sem eiðrofi og er langeðlilegast að skilja svo að hann hafi rofið heit sem hann gaf bæði Gunnlöðu og föður hennar. Þetta eru sem sagt erindin um Gunnlöðu. Hennar er reyndar líka getið í 13. erindi þar sem sá staður, sem í erindi 104 virðist heita Suttungs salir, er kallaður garður Gunnlaðar. Nú hefur glöggur lesandi auðvitað tekið eftir að ég hljóp yfir tvö erindi úr frásögn Hávamála, nr. 106–107. Þau eru svo hljóðandi: 106 Rata munn létumk rúms um fá og um grjót gnaga. Yfir og undir stóðumk jötna vegir, svo hætta eg höfði til. 107 Vel keypts litar hefi eg vel notið, fás er fróðum vant því að Óðrerir er nú upp kominn á alda vés jarðar. Mér miklu lærðara og gáfaðra fólk hefur átt í vandræðum með þessi erindi. Hið fyrra er að vísu mögulegt að túlka með hjálp Konungs­ Um Rata sjá meginmál. Yfir og undir stóðumk jötna vegir virðist hljóta að merkja að vegir jötna stóðu (lágu?) bæði undir honum og yfir. Gísli Sigurðsson túlkar jötna vegi sem ,kletta‘. Flestir skýrendur reyna að tengja lit við Gunnlöðu og benda þá á lostfagra liti í 93. erindi. Orðalagið er mjög einkenni­ legt hvernig sem á er litið. – Svava gat þess til að um væri að ræða litinn á vín­ inu (bls. 225). Um Óðreri sjá meginmál.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.