Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 79
A l l t a f s a m a s a g a n ?
TMM 2010 · 4 79
1976), Hugo Gering, sem endurskoðaði útgáfu Hildebrands árið 1912 (Die Lieder der alteren
Edda (Sæmundar Edda)), skrifaði á vé alda jaþars.
7 Eins og menn geta sannfærst um í Orðsifjabók Ásgeirs Blöndals er allt mjög óljóst um uppruna
þessara heita allra.
8 Hér geta menn farið í skógartúr: Hugsum okkur að Hallgrímur Helgason eða Guðmundur
Andri Thorsson skrifuðu nýja guðfræði eftir munnlegri geymd langammna sinna, þeirrar
sameiginlegu eða hinnar, eða annarra göfugra öldunga. Mikið yrði gaman að skýra Passíusálm-
ana eftir þeirri guðfræði! – Þetta er reyndar ekkert sérlega langsótt. Torgny Lindgren, sem bæði
er góður kaþólikki og frábær sagnameistari, hefur sagt mér að Biblíutilvitnanir hans (og þær
eru margar) séu eftir minni og eins og móðir hans hafi haft textann! Þess vegna fái hann gjarna
skammir frá prestum fyrir að fara vitlaust með.
9 Ég hef reynt að gera mjög smásmugulegan samanburð á frásagnarköflum Gylfaginningar og
Skáldskaparmála í Eddugerðunum (sjá ritgerð mína Tertium vero datur á vef Uppsalaháskóla:
http://urn.kb.se/resolve?urn=urn:nbn:se:uu:diva126249). Þar er niðurstaða mín sú að hvorug
kenningin um styttingu í Uppsalabók eða lengingu í Konungsbók fái staðist. Þriðji kosturinn
hljóti að vera til.
10 Arnarleir er ekki uppfinning Snorra að öllu leyti. Þórarinn stuttfeldur hafði í níðvísu talað um
leir ara hins gamla og reyndar notar ónafngreint níðskáld það í frægri vísu um Snorra Sturlu
son í Sturlungu (sjá Sónargrein mína 2010, Fyrstu leirskáldin). – Hvorki leirburður né leirskáld
virðist koma fyrir í fornum textum, en í Guðmundardrápu sinni talar Arngrímur Brandsson
(1345) um arnarleir, og vísar einmitt til Eddu: „rædda eg lítt við reglur Eddu … arnarleir hefig
yður að færa“ (2. erindi).
11 Tekið skal fram að Roði getur ugglaust verið misritun (mislestur) fyrir Rati, en orðin eru eftir
sem áður ólík og sá (sú) sem skrifar DG 11 hefur ekki Rata Hávamála í huga.
12 Og enn vísa ég til greinar eftir sjálfan mig. Í afmælisriti til Jónasar Kristjánssonar 1994 (Sagna-
þing) reyndi ég að tína saman rök fyrir því að Snorri hafi einmitt ekki þekkt Hávamálasafnið,
væntanlega vegna þess að það var ekki til! Hann vísar til fyrsta erindisins (Gáttir allar áður
gangi fram) sem almennrar speki og niðurlagsorðin í Gylfaginningu „Og njóttu nú sem þú
namst“ eru allt of klisjukennd til þess að geta talist tilvitnun í Hávamál. Þau orð standa reyndar
ekki í Uppsalagerð.
13 Ég skrifaði grein um þetta efni fyrir mörgum árum í svo obskúrt rit að það er varla til á Íslandi
nema hjá Terry Gunnell. Greinin heitir The Creative Power of Chaos. Reflections on Nordic
Mythology og birtist í Perspectives of Mythology. Ritstj. Esi SutherlandAddy. Bls. 91–101.
Goethe Institut, Accra.
Í grein þessari er ekki beinlínis stuðst við annað en alþýðlegar og alkunnar
útgáfur fornrita og önnur rit svo auðfundin að mér þykir ástæðulaust að setja
upp sérstaka ritaskrá. Þó skal þess getið að ég hef notað útgáfu Anthonys Faulkes
á Skáldskaparmálum, Prólóg og Gylfaginningu SnorraEddu (Viking Society
1998 og 2005) og Anders Grape o.fl. á texta UppsalaEddu (Uppsala Universi
tetsbibliotek 1977).
HP