Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 81

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 81
TMM 2010 · 4 81 Jón Yngvi Jóhannsson Lesið í skugga hrunsins Um skáldsögur ársins 2009 Árinu 2008 lauk með hruni og bókaárið 2009 byrjaði með bókum um hrun. Þegar leið fram á vorið fjölgaði bókum um efnahagshrunið og þegar kom fram á sumar var komið sérstakt útstillingarborð í sumum bókabúðum með kreppubókum. Þar voru bækur eftir sagnfræðinga, rithöfunda og blaðamenn en líka falleraða verðbréfasala, hagfræðinga og viðskiptafræðinga. Þegar undirritaður var spurður á árlegum fundi norrænna fræðiritahöfunda hver hefðu orðið fyrstu áhrif hrunsins á stöðu fræðirita í íslensku samfélagi og menningu var ekki annað hægt en svara því til að þau hefðu verið bærileg. Sjaldan hafa fræðirit af ýmsu tagi verið jafn áberandi í íslenskri umræðu og þótt gæði hrunbókanna væru ansi misjöfn sönnuðu þær eftirminnilega að bækur skipta ennþá máli. Það kom á daginn að blogg og blaðagreinar dugðu ekki til. Þjóðin þurfti bækur til að hugsa sig í gegnum fyrsta áfallið sem fylgdi hruninu. En í þessari grein verður fyrst og fremst fjallað um þær bækur síðasta árs sem gangast við því að vera skáldaðar. Umfjöllun um hrunbækurnar bíður betri tíma, en hér er satt að segja komið frábært og knýjandi tækifæri til að ráðast í löngu tímabærar rannsóknir og greiningu á íslenskum fræðiritum. Það er fyllsta ástæða til að velta fyrir sér sjónarhorni og efnistökum þeirra sem fyrstir fjölluðu um efnahagshrunið í bókum, stílbrögðum þeirra, persónusköpun og vali á söguefnum.1 Efnahagshrunið hafði líka töluverð áhrif í heimi fagurbókmenntanna, hrunið varð fjölda skáldsagnahöfunda efniviður á síðasta ári. Og hrunið snerti ekki bara höfunda skáldsagna. Ég held það sé óhætt að fullyrða að það hafði djúpstæð og rækileg áhrif á lesendur þeirra einnig. Eða hvernig er hægt að lesa skáldsögu, smásögu eða ljóð sem kom út á árinu 2009 öðruvísi en í ljósi hrunsins? Á tímum eins og þeim sem við lifum nú lesa menn eins og í stríði eða undir hernámi, allt verður að táknum,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.