Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Síða 85

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Síða 85
L e s i ð í s k u g g a h r u n s i n s TMM 2010 · 4 85 Sögur Jóns Kalmans eru ein samfelld áskorun til lesandans um að hægja á sér og hugsa um hugtök og fyrirbæri tilvistarinnar sem nútíminn þykist ekki lengur hafa tíma til að sinna. Rétt eins og í fyrra bindinu er hér dansaður línudans á mörkum tilfinningaseminnar en sögumönnum fipast aldrei í þeim dansi. Ísland og útlönd Það þurfti útlendan lesanda og bókmenntáhugamann til að spyrja mig spurningar um íslenskar skáldsögur sem ég hafði aldrei velt fyrir mér af neinni alvöru: Eru íslenskir skáldsagnahöfundar mjög bundnir við Ísland sem sögusvið? Ég er ekki frá því að svarið við þessari spurningu hafi breyst nokkuð á allra síðustu árum. Þótt það sé auðvitað langt frá því að vera algilt var sögusvið flestra íslenskra skáldsagna á 20. öld Ísland í fortíð og nútíð. Það er vart fyrr en með bókum Thors Vilhjálmssonar sem íslenskir skáldsagnahöfundar hætta sér til útlanda með persónur sínar jafnvel þótt ófáir þeirra skrifuðu á erlendum málum. Ef við lítum yfir skáldsögur síðustu ára er nokkuð annað uppi á teningnum og í fyrra komu út býsna margar skáldsögur sem gera samband okkar við önnur lönd og rætur íslenskrar sögu og sjálfsmyndar erlendis að umtalsefni. Flóttinn eftir Sindra Freysson, frá árinu 2004, er breið og straumþung skáldaga þar sem lýst er ævintýralegum flótta þýsks manns, Thomasar Lang sem hraktist undan breska hernum frá Þingvöllum og vestur á firði. Þar tókst honum að leynast með aðstoð fólks á Ísafirði og víðar um norðanverða Vestfirði, einkum Þjóðverja sem búsettir voru fyrir vestan og vinafólks þeirra. Í nýjustu skáldsögu sinni, Dóttur mæðra minna, spinnur Sindri þennan þráð áfram. Flóttanum lauk með því að Thomas var handsamaður og sagði til velgerðarmanna sinna. Afleiðingarnar koma í ljós þegar á fyrstu síðum nýju bókarinnar. Kristín Eva Kröger, aðalpersóna sögunnar og sögumaður, er sautján ára gömul stúlka á Ísafirði, hún er stödd á balli í Alþýðuhúsinu þegar breski herinn gengur á land í bænum. Það líða ekki margir dagar þar til hún er komin til Englands sem fangi breska heimsveldisins og búið að loka hana inni í Holloway kvennafangelsinu ásamt þýskri kjörmóður sinni, nágrönnum frá Ísafirði og ótal öðrum konum sem margar hverjar hafa ekki annað til saka unnið en að vera fæddar í Þýskalandi. Flestar eru þær saklausar og aðalpersónan kannski saklausust allra. Sagan lýsir langri fangelsisdvöl Kristínar Evu, móður hennar og tveggja annarra kvenna frá Ísafirði. Þessa sögu segir hún sjálf, en jafn­ framt því að segja sína eigin sögu rifjar hún upp sögu kynmóður sinnar,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.