Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 87
L e s i ð í s k u g g a h r u n s i n s
TMM 2010 · 4 87
í Reykjavík ásamt fleiri flóttamönnum og öðrum útlendingum. Í fylgd
Jóhannesar skoðum við reykvískt samfélag á fjórða áratugnum, heim
þar sem hugsjónamenn reyna af veikum mætti að byggja upp menn
ingarlíf, en stríðið og öfgarnar í evrópskum stjórnmálum eru ekki langt
undan. Í fyrstu nýtur Jóhannes góðs af íslensku kunningjasamfélagi í
krafti tengsla sinna við Knudsenfjölskylduna sem hann giftist inn í, en
þegar heimsstríðið kemur til Íslands með fullum þunga reynast meira að
segja þau sambönd lítils virði. Rétt eins og Kristín hin unga í Flóttanum
er Jóhannes fangelsaður og sendur til Bretlands.
Saga hans og annarra ættingja Benjamíns er dramatísk og verður
ekki rakin frekar hér, en saga Böðvars hefur skýran og augljósan boð
skap að flytja. Blöndun þjóðerna og fjölmenning eru ekki nýtt fyrirbæri
á Íslandi og bæði í útmálun þess og í samúðarfullri lýsingu á lífshlaupi
þeirra einstaklinga sem koma við sögu er lögð áhersla á að tala fyrir
umburðarlyndi og skilningi og gegn dómhörku.
Skáldsaga Rögnu Sigurðardóttur, Hið fullkomna landslag var ein
þeirra bóka sem mér fannst týnast nokkuð ómaklega í jólabókaflóði
síðasta árs. Rétt eins og í sögu Böðvars fáum við hér að sjá íslenskt sam
félag með augum persónu sem er í senn heimamaður og gestur. Aðal
persóna sögunnar, Hanna, er ungur listfræðingur sem flyst heim til
Íslands eftir áralanga dvöl í Amsterdam við nám og störf. Hún kemur
heim til að taka við starfi við íslenskt listasafn og þar dregst hún fljótt
inn í annars vegar fölsunarmál og hins vegar deilur og átök milli ólíkra
kynslóða listamanna og ólíkra listastefna.
Sagan veitir fágæta innsýn í heim listarinnar og listastofnanna og
þeirra átaka sem geta myndast á milli persónulegra hagsmuna stjórn
enda, fræðinga og listamanna annars vegar og hagsmuna peningafólks
í listheiminum hinsvegar. En Hið fullkomna landslag er líka áhugaverð
sem könnun á íslensku samfélagi almennt. Þegar Hanna kemur til
Íslands er hún skóluð í vinnubrögðum í gömlu Evrópu og hið litla og
stundum þrúgandi íslenska samfélag þar sem allt byggir á reddingum,
klíkubandalögum og fúski verður henni framandi, þannig kallast hún
á við þýska gyðinginn Jóhannes Kohlhaas í sögu Böðvars Guðmunds
sonar.
Allt frá því fyrsta skáldsaga Sölva Björns Sigurðssonar, Radíó Selfoss,
kom út fyrir sjö árum síðan hefur sá sem hér ritar vænst mikils af
honum . Fljótandi heimur frá 2006 og Síðustu dagar móður minnar sem
kom út nú fyrir jólin hafa styrkt mig í þeirri trú en ennþá bíð ég samt
eftir meistaraverkinu. Það er einhver þéttleiki í stíl og frásagnartækni
Sölva sem ég sakna stundum hjá öðrum yngri höfundum og öryggi í