Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 87

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 87
L e s i ð í s k u g g a h r u n s i n s TMM 2010 · 4 87 í Reykjavík ásamt fleiri flóttamönnum og öðrum útlendingum. Í fylgd Jóhannesar skoðum við reykvískt samfélag á fjórða áratugnum, heim þar sem hugsjónamenn reyna af veikum mætti að byggja upp menn­ ingarlíf, en stríðið og öfgarnar í evrópskum stjórnmálum eru ekki langt undan. Í fyrstu nýtur Jóhannes góðs af íslensku kunningjasamfélagi í krafti tengsla sinna við Knudsen­fjölskylduna sem hann giftist inn í, en þegar heimsstríðið kemur til Íslands með fullum þunga reynast meira að segja þau sambönd lítils virði. Rétt eins og Kristín hin unga í Flóttanum er Jóhannes fangelsaður og sendur til Bretlands. Saga hans og annarra ættingja Benjamíns er dramatísk og verður ekki rakin frekar hér, en saga Böðvars hefur skýran og augljósan boð­ skap að flytja. Blöndun þjóðerna og fjölmenning eru ekki nýtt fyrirbæri á Íslandi og bæði í útmálun þess og í samúðarfullri lýsingu á lífshlaupi þeirra einstaklinga sem koma við sögu er lögð áhersla á að tala fyrir umburðarlyndi og skilningi og gegn dómhörku. Skáldsaga Rögnu Sigurðardóttur, Hið fullkomna landslag var ein þeirra bóka sem mér fannst týnast nokkuð ómaklega í jólabókaflóði síðasta árs. Rétt eins og í sögu Böðvars fáum við hér að sjá íslenskt sam­ félag með augum persónu sem er í senn heimamaður og gestur. Aðal­ persóna sögunnar, Hanna, er ungur listfræðingur sem flyst heim til Íslands eftir áralanga dvöl í Amsterdam við nám og störf. Hún kemur heim til að taka við starfi við íslenskt listasafn og þar dregst hún fljótt inn í annars vegar fölsunarmál og hins vegar deilur og átök milli ólíkra kynslóða listamanna og ólíkra listastefna. Sagan veitir fágæta innsýn í heim listarinnar og listastofnanna og þeirra átaka sem geta myndast á milli persónulegra hagsmuna stjórn­ enda, fræðinga og listamanna annars vegar og hagsmuna peningafólks í listheiminum hinsvegar. En Hið fullkomna landslag er líka áhugaverð sem könnun á íslensku samfélagi almennt. Þegar Hanna kemur til Íslands er hún skóluð í vinnubrögðum í gömlu Evrópu og hið litla og stundum þrúgandi íslenska samfélag þar sem allt byggir á reddingum, klíkubandalögum og fúski verður henni framandi, þannig kallast hún á við þýska gyðinginn Jóhannes Kohlhaas í sögu Böðvars Guðmunds­ sonar. Allt frá því fyrsta skáldsaga Sölva Björns Sigurðssonar, Radíó Selfoss, kom út fyrir sjö árum síðan hefur sá sem hér ritar vænst mikils af honum . Fljótandi heimur frá 2006 og Síðustu dagar móður minnar sem kom út nú fyrir jólin hafa styrkt mig í þeirri trú en ennþá bíð ég samt eftir meistaraverkinu. Það er einhver þéttleiki í stíl og frásagnartækni Sölva sem ég sakna stundum hjá öðrum yngri höfundum og öryggi í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.