Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Qupperneq 95

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Qupperneq 95
L e s i ð í s k u g g a h r u n s i n s TMM 2010 · 4 95 Sögumaður talar á köflum eins og Mikael sjálfur hafi þar orðið þannig að mörkin milli hins skáldaða heims sögunnar og ævi höfundarins verða í meira lagi óljós. Auk þess hefur þessi sögumaður þann ein­ kennilega hæfileika að segja frá í fyrstu persónu en geta engu að síður séð í huga sögupersóna að vild. Það er miklu meira taumhald á frásögninni í sögu Guðmundar Óskarssonar, hins óvænta verðlaunahafa íslensku bókmenntaverðlaun­ anna. Bankster er að flestu leyti vel skrifuð hefðbundin sálfræðileg raun sæis saga og vel unnin sem slík. Þar er sögð saga einstaklings án þess að reynt sé að neinu marki að setja hana í víðara eða almennara sam hengi. Markús er ungur maður sem hefur unnið í banka. Hann var á ágætri siglingu fyrir hrun og virðist ósköp dæmigerður fyrir þann hóp sem hann tilheyrði. Hann sigldi meðvitundarlítill að feigðarósi eins og maður ímyndar sér að meirihluti óbreyttra starfsmanna bankanna hafi gert. Atvinnumissirinn verður honum ekki svo alvarlegt áfall í fyrstu. Ásamt samýliskonu sinni er hann ágætlega í stakk búinn til að halda lífinu áfram, vel menntaður, næstum án skuldbindinga og ætti ekki að þurfa neinu að kvíða. Það sem tekur við er á hinn bóginn ekki nýtt líf eða uppbygging heldur kunnuglegur spírall niðurávið, aðgerðaleysi og framtaksleysi taka smám saman yfir líf Markúsar. Það eina sem hann gerir er að punkta hjá sér í minnisbók sem vinur hans, sagnfræðingur með áhuga á að varðveita heimildir um samtímann gefur honum. En skrifin verða honum ekki lausn eða leið út úr kreppunni, þvert á móti er eins og hann sogist inn í þau og heimur skáldskaparins ógnar veru­ leikanum og möguleikum hans á að komast út úr vítahringnum. Bankster er sannferðug og sálfræðilega sannfærandi lýsing á atvinnu­ missi og langvarandi atvinnuleysi. Hún er ágætlega skrifuð og persónu­ sköpunin er vel gerð þannig að lesandinn fær auðveldlega samúð með Markúsi En það er hæpið að lesa Bankster sem sérstaka úttekt á banka­ hruninu eða íslensku samfélagi í kjölfar þess. Atburðir hrunsins eru í bakgrunninum, en Markús er frekar fulltrúi atvinnuleysingja allra tíma og stöðu þeirra en fulltrúi fyrir þær sérstöku aðstæður sem hafa ríkt á Íslandi síðan haustið 2008. Ferðasaga Huldars Breiðfjörð, Færeyskur dansur er dæmi um það sem nefnt var í upphafi, flóttann frá hruninu. Sögumaður flýr til Færeyja að sögn vegna þess að Færeyingar eru þeir einu sem vilja Íslendingum vel í kjölfar hrunsins. Ferðalangurinn í Færeyskum dansi er kunnuglegur þeim sem þekkja fyrri bækur Huldars, sama sjálfsírónían og svipaður tónn. En það hefur bæst enn eitt lag við íróníuna í þessari nýjustu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.