Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 96
J ó n Yn g v i J ó h a n n s s o n 96 TMM 2010 · 4 ferðabók Huldars, reynsla hans sem ferðamanns og ferðabókarhöfundar er hér orðin hluti af sjálfsmynd hans og er jafnharðan dregin í efa. Þekk­ ing og reynsla eru ekki bara notadrjúg við að skipuleggja ferðalagið og rata um ókunnar slóðir heldur snýst hún líka fljótt upp í ákveðinn hroka sem sögumaður flýtir sér að gera lítið úr. Þótt ferðalangurinn sé kunnuglegur verður það sama ekki sagt um þær Færeyjar sem birtast í bókinni. Fyrir þann sem þekkir Þórs­ höfn sæmilega og jafnvel minni staði – undirritaður þykist t.d. þekkja aðeins til í Vestmanna eftir nokkurra vikna dvöl þar fyrir rúmum áratug – verður lýsingin á lífi Huldars og ferð um eyjarnar furðu sjaldan kunnugleg, enda lýkur sögunni svo að lesandinn getur ekki verið fullkomlega viss um að ferðin hafi nokkurn tíma verið farin. Þær grunsemdir varpa síðan nýju ljósi, eða skugga, yfir söguna alla. Er ferða­ langurinn að blekkja okkur? Eru skrifin fölsun? Og ef svo er – hvað segir það þá um aðrar ferðasögur? Gæska Eiríks Arnar Norðdahl fjallar um Ísland sem ekki er til, mögulegt Ísland sem hefði getað sprottið úr öðru hruni í öðrum heimi. Þetta Ísland er kannski betra en það sem við sitjum uppi með, kannski verra. Sagan lýsir hruni og afleiðingum þess, en ekki okkar hruni. Því Íslandi sem lýst er í Gæsku er að vísu stjórnað af pungrottum á ýmsum aldri fyrir byltingu, og í fyrsta hluta sögunnar er því lýst hvernig þeir marsera jakkafataklæddir til kirkju og þingsetningar með trúðklæddan forseta í broddi fylkingar og tilheyrandi preláta kirkjunnar næsta í röðinni. En þrátt fyrir þessi líkindi með Íslandinu sem lýst er í sögu Eiríks og okkar eigin Íslandi er hér ýmislegt sem vekur furðu, konur kasta sér niður úr háhýsum og lifa af, mótmælendum er skolað út í Reykjavíkurtjörn og alla söguna logar eldur í Esjunni. Logandi fjallið minnir nokkuð á aðstæðurnar í Sælir eru einfaldir eftir Gunnar Gunn­ arsson þar sem eldur í Kötlu brennur meðan Reykjavík liggur í Spænsku veikinni og heimur persónanna hrynur smám saman. Fleira í sögunni gefur samanburði við þá sögu undir fótinn. Hér er sem sagt fengist við alvarleg málefni, hrun, byltingu og nýtt samfélag. En sagan er, sérstaklega framan af, uppfull af ólíkindalátum og fjöri. Persónunum og athöfnum þeirra er stundum lýst í hálfkæringi, stundum í fúlustu einlægni, oft og tíðum grunar maður söguhöfund um að vera gegnumírónískan, öðrum stundum verður frásögnin allt að því naív í einlægni sinni. Þeir sem þekkja fyrri skrif Eiríks, bæði ljóð, skáldsögur og greinar vita að hann er fádæma stílisti og hefur fjölmargar stíltegundir á valdi sínu. Stíllinn á Gæsku er bæði fjölbreyttari og þrótt­
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.