Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Síða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Síða 101
Á d r e pa TMM 2010 · 4 101 eindregnasta konungseinveldi í Evrópu uns öflug lýðræðisþróun fór af stað, þar og hér, á 19. öld. Lýðræðisþróun Evrópu á 19. öld gerði öll út á fulltrúalýðræði, og síðan þá hefur lýðræði okkar verið af því tagi. Víst hefur fulltrúalýðræðið sína annmarka; ekki skal haft á móti því. Engin einhlít trygging er fyrir því að hinir kjörnu fulltrúar fari að vilja kjósenda sinna eftir að þeir hafa verið kosnir. En fulltrúalýðræðið hefur einn ómetan­ legan kost sem hefur orðið æ dýrmætari eftir því sem tækniþróuð ríki hafa orðið umsvifameiri, flóknari og síbreytilegri. Það gerir kleift að vinna sam­ tímis með lýðræðislegt fulltrúavald og sérfræðivald. Til að sitja á fulltrúasam­ komum okkar veljum við helst þá sem við teljum sameina það að hafa sama pólitíska vilja og við og heldur meira vit á þjóðmálum en við höfum. Svo greiðum við þessum fulltrúum okkar laun til þess að þeir geti varið öllum vinnutíma sínum í að halda áfram að setja sig inn í málin. Á hinn bóginn velja þeir svo sérfræðinga til að vinna þau verk sem einungis sérfræðingar geta unnið. Þetta gengur ekki alltaf sem best, en ég sé ekki neina aðra leið til að samræma lýðræði og svona flókið bákn eins og nútímaríki eru. Margt af því sem oftast er sagt fulltrúalýðræðinu til ávirðingar er líka mesta della. Meðal þess versta er sú síendurtekna tugga að fulltrúalýðræði felist ekki í neinu öðru en að setja X á kjörseðil á fjögurra ára fresti; þess á milli séu kjósendur valdalausir. Af tveimur ástæðum einkum er þetta fjarstæða. Önnur er sú að allir stjórnmálaflokkar eru opnir hverjum sem er og hvenær sem er. Ef fólk vill raunverulega taka þátt í pólitísku starfi getur það skráð sig í stjórn­ málaflokk, sótt fundi hans, talað þar og reynt að ná kosningu í trúnaðarstöður til að vinna góðum málum framgang. Í reynd vinnur þetta kerfi ekkert sér­ staklega vel; stofnanir stjórnmálaflokkanna vilja taka sig svolítið út eins og klúbbar fólks sem þekkist náið og talar þannig saman að nýliðar vita ekki ævinlega hvað er að gerast né að þeim finnist þeir vera teknir alvarlega; ég þekki það af reynslu. Þetta er samt leið sem ekki ber að gleyma ef fólk vill hafa pólitísk áhrif. Hin leið almennings til stjórnmálaáhrifa á milli kosninga, og sú miklu mikilvægari, býr í vitneskju forystuliða flokkanna um að þeir eigi eftir að standa frammi fyrir dómi kjósenda innan fjögurra ára. Allir stjórnmála­ menn, bæði sem einstaklingar og flokksmenn, velta því fyrir sér á hverjum einasta degi hvernig þeir geti komið sér best við kjósendur sína til að eiga sem mesta möguleika í næstu kosningum. Ef eitthvað er hygg ég að of mörgum stjórnmálamönnum hætti of mikið til að láta stýrast af vinsældaveiðum þar sem þeir ættu fremur að veita pólitíska forystu, móta stefnu, leita úrræða og sannfæra kjósendur um ágæti þeirra eða nauðsyn. Síðan ég man fyrst eftir hefur mikið breyst á þessum vettvangi vegna sífelldra skoðanakannana, bæði á afstöðu kjósenda til einstakra mála og til stjórnmálaflokkanna. Þær eru örugglega mesti lýðræðisauki síðustu áratuga.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.