Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Qupperneq 103
Á d r e pa
TMM 2010 · 4 103
annað en hlýðni í samræmi við lög, þá á þessi æðsti valdhafi engan rétt á hlýðni
ef boð hans samræmast ekki lögunum.“10 Semsagt, ef konungur fer ekki að
lögum má setja hann af.
Locke skrifaði þetta sem innlegg í heiftarleg stjórnmálaátök í Englandi og
Skotlandi á 17. öld þar sem meðal annars var stefnt að því að leggja konungs
valdið undir vald þjóðþingsins og þar með kjósenda. Sú hugmynd barst svo til
meginlandsins þegar lýðræðisþróun fór af stað þar á 19. öld og fluttist áfram til
Íslands fljótlega eftir að stefna var tekin á sérstakt lýðræðisstýrt þjóðríki þar.
Breytingin á valdi konunga fólst í tvennu.
Í fyrsta lagi tóku æðstu ráðgjafar konungs smám saman við pólitísku valdi
hans. Sett var í stjórnarskrár ríkja að ákvarðanir konungs hefðu því aðeins gildi
að ráðgjafi skrifaði undir þær með honum og tæki ábyrgð á þeim. Stofnaðir
voru sérstakir pólitískir ríkisréttir til að lögsækja ráðherra sem þóttu fá konunga
til að taka rangar ákvarðanir, þannig að ráðgjafar konunga urðu háðari meiri
hlutaflokkum á þjóðþingum en sjálfum konungunum. Í mörgum evrópumálum
bera þessir ráðgjafar starfsheitið minister; á íslensku voru þeir kallaðir ráðgjafar
þangað til stjórnarskrárbreytingin sem lögleiddi heimastjórn Íslendinga var
samþykkt á Alþingi árið 1902; þá var tekið upp orðið ráðherra.11
Í framhaldi af þessu komst á regla sem er kölluð þingræði á íslensku og segir
að ráðherrar verði að njóta trausts meirihluta löggjafarþingsins. Þessi regla
ruddi sér hægt og óformlega til rúms í Englandi (síðar Bretlandi) á 17. og 18.
öld, einkum á þann hátt að neðri deild þingsins neitaði að samþykkja fjárlög ef
henni líkaði ekki við ríkisstjórnina, og þá neyddist stjórnin til að segja af sér
því enginn stýrir ríki án fjárveitinga. Þingræðisreglan var ekki viðurkennd í
Danmörku fyrr en 1901 og hjá okkur í framhaldi af því um leið og heimastjórn
komst á 1904. Árið 1909 samþykkti neðri deild Alþingis í fyrsta sinn vantaust
á ráðherra landsins, Hannes Hafstein, og hann baðst umsvifalaust lausnar.12
Síðan hefur þingræðisreglan verið viðurkennd á Íslandi þótt hún sé hvergi
skráð í stjórnarskrá eða önnur lög.
Þessi hefur orðið þróunin víðast hvar í Evrópu. En þegar Bandaríki Norður
Ameríku voru stofnuð, árið 1776, var þingræðisregla enn hvergi fastmótuð, og
stjórnarskrárhöfundar Bandaríkjanna fóru aðra leið. Þeir sköpuðu tvo lýð
ræðislega kjörna (á mælikvarða þess tíma) valdhafa, löggjafarþing, handhafa
löggjafarvalds, og forseta, handhafa framkvæmdavalds. Þetta skipulag hefur
víða verið tekið upp þar sem lýðveldi hafa verið stofnuð. Í Evrópu hefur víðast
verið tekin upp þingræðisregla í lýðveldum þannig að forsetar hafa orðið litlu
valdameiri en konungar. Jafnvel í Frakklandi, þar sem forseti er þó voldugur,
er það þingmeirihluti sem ræður skipun ráðherra í ríkisstjórn. En annars
staðar, einkum í Ameríku, hefur verið farin sama leið og í Bandaríkjunum, að
forsetar hafa ekki þurft að skipa ráðherra úr meirihlutaflokkum löggjafarþing
anna. Þar (og líklega víðast þar sem þetta kerfi er í gildi) berjast sömu stjórn
málaflokkarnir um meirihluta á þjóðþinginu og um forsetaembættið. Afleið
ingin er sú að forseti og ríkisstjórn eiga stundum bandamenn í meirihluta í
báðum deildum þingsins, stundum í annarri, stundum í hvorugri, allt eftir því