Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 105

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 105
Á d r e pa TMM 2010 · 4 105 Lengi framan af bjargaðist þetta furðanlega, stundum vegna tregðu sam­ starfsflokka því aldrei vann Sjálfstæðisflokkurinn hreinan þing meiri hluta til stjórnarmyndunar, stundum af forystukreppum í flokknum sjálfum. En á áratugunum í kringum aldamótin 2000 fékk flokk urinn nýtt tækifæri til að keyra hagkerfi okkar út í ógöngur. Hann eignaðist samstarfsflokk sem var búinn að missa allt samfélagshlutverk og þar með stefnu, aðra en að hlaða undir flokksgæðinga. Svolítil hlutdeild í ókeypis fiskveiðikvóta og gefins ríkis­ banki nægðu til þess. Sjálfstæðisflokkurinn eignaðist foringja sem hlustaði líklega ekki mikið á aðra en hefur jafnframt varla haft mikið vit á því sem var að gerast, heimaalningur úr Heimdalli og lagadeild Háskóla Íslands. Samfara þessu lenti heimshluti okkar í einstöku efnahagslegu þensluskeiði sem – eftir á að hyggja – hlaut að enda í kreppu. Af þessu má draga einn og aðeins einn lærdóm: hættum að hugsa um að sundurgreina ríkisvaldið, en aðgreinum ríkisvald og auðvald. Hleypum Sjálf­ stæðisflokknum ekki til valda í ríkinu fyrr en hann er hættur að vera hags­ munavörður auðvaldsins, ef það verður einhvern tímann. Sorglegt er að heyra að sumir þeir sem göspruðu hæst um endurnýjun stjórnmálanna fyrir síðustu alþingiskosningar, þeir sem þá kölluðu sig Borgarahreyfingu, eru nú farnir að heimta þjóðstjórn, sem merkir auðvitað einkum að Sjálfstæðisflokknum yrði hleypt inn í Stjórnarráðið á ný. Og ekki eru þeir miklu betri sem þykjast nú of róttækir til að geta staðið almennilega með þeirri ríkisstjórn sem þeir mynd­ uðu sjálfir eftir kosningar og enn situr þegar þetta er skrifað, seint í október 2010. „Fjórflokkurinn“ Íslendingar hafa undarlega oftrú á skipulagsbreytingum. Mér er nær að halda að þetta sé aðferð okkar til að skjóta okkur undan persónulegri ábyrgð á mis­ tökum okkar. Í staðinn fyrir að hugsa: „ég tók of hátt lán“ eða „ég kaus vit­ lausan flokk“ kennum við skipulaginu um allt: „fulltrúalýðræðið virkar ekki“, „ríkisstjórnin ræður of miklu“, „stjórnmálaflokkarnir eru ómögulegir“. Á þessum óskipulagða flótta undan eigin ákvörðunum er iðulega talað eins og allir stjórnmálaflokkar eigi óskipt mál, og um þá sameiginlega hefur verið smíðað hugtakið fjórflokkur og það notað til að varpa sök á bankahruninu á flokkakerfið í heild. Það mun hafa verið Vilmundur Gylfason sem smíðaði þetta hugtak í upphafi níunda áratugar liðinnar aldar þegar hann stofnaði Bandalag jafnaðarmanna og ætlaði einmitt, í mikilli oftrú á skipulagsbreyt­ ingar, að afnema þingræðið með því að taka upp þjóðkjör forsætisráðherra. Mér finnst sérstaklega furðulegt hvað flokkur Vinstri grænna hefur látið þessa fjórflokks­nafngift ganga yfir sig mótmælalítið. Ég hef jafnvel heyrt mál­ svara þeirra, ég man ekki hver hann var, segja í útvarpi eitthvað á þessa leið: „Við erum auðvitað hluti af fjórflokknum.“ Segja má að Samfylkingin hafi verri málstað til að firra sig því að vera spyrt saman við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk af því að hún asnaðist inn í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðis­
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.