Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 118

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 118
D ó m a r u m b æ k u r 118 TMM 2010 · 4 En hvers vegna hefur Gyrðir ekki ratað til fleiri í gegnum tíðina? Kannski sökum þess að við erum illa læs á sögur á borð við þær sem Gyrðir skrifar. Nefnilega látlausar. Sem kannski má klína á hamaganginn í Íslendingasögun­ um og á lestraruppeldi okkar; og jafnvel á hamaganginn í okkur sjálfum síð­ ustu áratugi. Margar smásagnanna í nýjasta smásagnasafni Gyrðis eru þar að auki ekki eiginlegar sögur, eins og hin einhæfa krafa hér á landi um flækju, úrlausn og dramatík hljómar, heldur fremur „skissur“ eða „sketsar“. Sem einnig gæti verið ástæða þess að bækur Gyrðis hafa ekki notið lýðhylli í samræmi við erindi þeirra. Við eigum með öðrum orðum erfitt með að lesa „sögur“ sem eru ekki eiginlegar „sögur“, hvorki að innihaldi né forminu til samkvæmt hinum þrönga skilningi okkar á eðli smásögunnar; skilningur sem sækir talsvert til væntinga okkar gagnvart skáldsagnagerð (flækja, dramatík, lausn) með þeim afleiðingum að smásagan sem listform á sér tæpast eiginlega fagurfræði lengur. Alþjóðlega orðið saga er nú einusinni íslenska og táknar frásögn, sem sagt dramatík. Því hljótum við að fara fram á slíkt í sagnaskáldskap okkar. En frá­ sagnir Gyrðis í Milli trjánna eru sjaldnast margbrotnar eða dramatískar í krafti flókinnar framvindu, heldur eru þær ísmeygilegar skissur, glettnar, sorglegar, drungalegar, einmanalegar, furðulegar, lýrískar; mettaðar því dramatíska andrúmslofti sem höfundur velur sögu sinni hverju sinni. Slíkar frásagnir kunnum við hins vegar illa að lesa. Þar að auki held ég að okkur þyki skissu­ formið ekki ýkja­virðingarvert, að slíkt skuli fremur flokkast til stílæfinga en fullburða frásagna. Þá hef ég sömuleiðis grun um að lengd skipti hér nokkru máli, að einhverjum kunni að þykja höfundur sem sjaldnast rýfur 200 blaðsíðna múrinn léttvægur. Og þá er kannski skýringin á velgengni þess smásagnasafns sem hér um ræðir fundin. Bókin er nefnilega heilar 270 blaðsíður. En sögurnar 47 sem hún inniheldur eru flestar í styttri kantinum. Og reyndar fá langhundar sinn skerf af gamansamri gagnrýni, nokkuð sem Gyrðir má heita sérlega útsmoginn við og bregður víða fyrir sig í verkum sínum. Eftirfarandi tilvitnun er úr sögunni „Síðusár“, þar sem segir af kostulegum samskiptum vina og þeim óleik annars að rífa blaðsíður úr bókasafni hins á laun: Hann virtist hafa langmestan áhuga á Dostovjeskí; ég komst að því að hann hafði rifið síður úr öllum bókum sem ég átti eftir hann. Mér var tiltölulega sama um það með flestar bækurnar eftir hann, þær eru hvort sem er alltof langar. En mér þótti þó slæmt að hann skyldi taka einmitt þá síðu úr Glæp og refsingu þegar Raskolnikov drepur gömlu konuna. (249) Sama mætti svo ef til vill segja um nóvelluna og skissuna; við samþykkjum hana eiginlega með semingi, okkur finnst hún í raun aðeins hálfgildings skáldsaga. Og fyrir slíkt líða höfundar á borð við Gyrði Elíasson, sem skrifar nóvellur upp á rúmar 100 blaðsíður og smásögur sem teygja sig allajafna yfir 5 til 6 blaðsíður. Og vont ef margar síður eru rifnar úr slíkum bókum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.