Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Qupperneq 120
D ó m a r u m b æ k u r
120 TMM 2010 · 4
hugsun og tónfalli allnokkurra ljóða Gyrðis samhliða – hinum tærustu, en um
leið þyngstu að lífspeki. Og það er bókin Brjálsemiskækir á fjöllum eftir skáld
bróður og landa WanLi, 8. aldar skáldið Po Chüi, sem út kom í íslenskri
þýðingu Vésteins Lúðvíkssonar árið 2005. Sameiginlegt með ljóðskáldinu
Gyrði og Po Chüi er hið ofurfína handbragð og viðkvæmur einfaldleikinn,
einkum þegar þyngstu áhyggjuefni tilveru okkar eru þungamiðja skáldskapar
ins:
Nokkrar misjafnlega
almennar hugmyndir
um dauðann
[…]
VI
Vantar handbremsu
á tímann, svo hann
hætti að renna svona
niður brekkuna
að svarta vatninu
[…]
IX
Gluggakistur –
líkkistur með gluggum
svo maður geti litið út
ef maður skyldi rumska
á leið í garðinn
(37–38)
Sams konar viska, æðruleysi, glettni en um leið ákveðinn dapurleiki einkenna
mörg kvæða Po Chüi. En áhrifin eru ekki bein, og ljóð Gyrðis ætíð hans, tónn
inn hans og tungutakið eins og við þekkjum úr fyrri bókum, þó enn sé aukið
á nákvæmni, tærleika og mínimalisma þessara ljóða.
En það er einmitt glettnin og dapurleikinn sem ganga í eina sæng í báðum
þessum bókum Gyrðis Elíassonar, rétt eins og í ljóðabók Po Chüi. Melankólía,
einsemd, rótleysi (persónur Gyrðis eru ætíð á flótta undan sjálfum sér og hlut
skipti sínu) og ótti hvers konar liggur mörgum sögunum til grundvallar, sem
og þeim ljóðum sem hér hefur verið vitnað til og öðrum í bók Gyrðis. Og þótt
ekki sé um nein bein tengsl milli verkanna að ræða – þau eiga ekki sameigin
legar persónur, sameiginlega atburðarás, sameiginlegt ákveðið umhverfi – þá
er engu að síður ljóst að þetta eru systrabækur sem sækja í sömu brunna. Tónn
inn er sá sami: gamansamur, en undir niðri er þung undiralda ótta, vonbrigða
og dapurleika. Líkt og hjá Chaplin, en Gyrðir er ekki eins ærslafullur. Hann er