Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Qupperneq 131

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Qupperneq 131
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2010 · 4 131 blessast. Guð myndi blessa Ísland og ef ekki hann, þá að minnsta kosti snar­ ræði ráðherranna. Því hvert leitar örvæntingarfullur maður annað en í trúna, hvort sem það er trúin á markaðsöflin eða á guð? Dagbókin Dagbókarskrif Markúsar sem fylgja í kjölfar formálans eru ekki tilkomin að hans eigin frumkvæði. Fljótlega eftir atvinnumissinn hefur gamall vinur, sagnfræðingurinn Vésteinn, samband og þeir hittast á kaffihúsi til að fara yfir stöðuna. Vésteinn hvetur Markús til að halda dagbók, og raunar líka til að fjalla um síðustu dagana í bankanum í formála, til að hjálpa honum „að halda utan um lífið á þessum trylltu tímum, [því] það væri svo auðvelt að missa jafn­ vægið og fyllast af svartsýni“ (bls. 3). Þótt Markús taki vel í þessa tillögu, og fari augljóslega eftir henni, grunar hann að einhverskonar fræðilegur áhugi sagnfræðingsins fyrir því að skapa samtímaheimildir um hrunið búi að baki. Þótt Markús nefni það ekki berum orðum má ætla að doktorsverkefni Vésteins eigi þar hlut að máli því það fjallar um pólitísk átök á Sturlungaöld. Grunur Markúsar er reyndar ekki fjarri lagi því Vésteinn verður að nokk­ urskonar lesanda til að byrja með og les fyrstu færslu dagbókarinnar á næsta fundi þeirra. Síðar virðist hann allt að því líta á sig sem ritstjóra dagbókar­ innar: Við vorum að tala um spennuna í samfélaginu þegar hann spurði hornrétt á umræðuefnið hvernig gengi með bókina. Ég mundi ekki eftir að hafa sagt honum frá neinni bók og bað hann að útskýra. „Bókina sem þú ert að skrifa.“ Ég sagði honum að ég væri hættur að halda dagbók en farinn að skrifa minnisbók, það væri reyndar sama bókin, þetta væri tæknilegt skilgreiningaratriði [..] Vésteinn brosti og spurði hvort hann mætti ekki sjá […] Hann sagði ekkert þegar hann var búinn, lokaði bara bókinni, sneri henni í hendinni og horfði á brúnina eins og til að sjá hvað ég væri kominn með margar blaðsíður, horfði þar til hann rétti mér hana með orðum sem slógu mig utan undir: „Ég ráðlagði þér að halda dagbók en … mér sýnist þú gera ráð fyrir lesanda í framtíðinni, Markús, og það … nei , haldu bara áfram að kannast ekkert við að þú sért að skrifa bók, ég held það sé auðveldara ómeðvitað“ (bls. 41). Þessi orð Vésteins hafa samt þau áhrif að Markús fer að ritstýra sjálfum sér. Yfirfara textann, leiðrétta og lagfæra aftur í tímann. Þar með er kominn inn­ bygður lesandi í verkið fyrir tilstilli sagnfræðingsins. Dagbókin er orðin að einhverju öðru í huga Markúsar en persónulegum skrifum í þerapískum til­ gangi. Hann verður meðvitaður um að hann sé ekki að skrifa fyrir sjálfan sig eingöngu. Þetta vekur aftur spurningar um formálann, því strax í fyrstu færslu dagbókarinnar tekur Markús fram að hann geti ekki skrifað formála um síð­ ustu dagana í bankanum því „þeir renna allir saman í gráa slettu í höfðinu“ (bls. 3). Þeirri hugmynd er því lætt að lesandanum að e.t.v. hafi dagbókin orðið að bókinni sem Markús vill ekki kannast við að hann sé að skrifa og sú bók er e.t.v. sjálf skáldsagan Bankster.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.