Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Qupperneq 133

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Qupperneq 133
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2010 · 4 133 nær litlu sambandi við fyrrum starfsfélaga sína sem hittast öðru hvoru á nokk­ urskonar peppfundum. Harpa reynir hvað hún getur að virðast upptekin og fær reyndar tímabundið vinnu í forfallakennslu. Þau gátu verið bankapar á meðan allt lék í lyndi, speglað sig saman og hvort í sínu lagi í því gervi en þeim virðist hins vegar um megn að vera saman þegar þau hafa ekkert slíkt gervi að íklæðast og standa nakin frammi fyrir hvort öðru. Til að fylla upp í tóma­ rúmið er nánast eins og þau geri sitt ýtrasta til að hittast ekki meira en þau gerðu áður en áfallið dundi yfir. Þau finna hvort sína rútínuna, líkt og í örvæntingarfullri tilraun til að halda sama takti og áður í samskiptunum. Slíkar tilraunir eru þó aðeins blekkingarleikur og smátt og smátt fjarlægast þau hvort annað. Og neyðast til að horfast í augu við brestina í sambandinu sem tómarúmið framkallar. Þessi persónulega kreppa hjónaleysanna fylgir ástandinu í þjóðfélaginu og endurspeglar það. Þannig sjáum við þjóðarsöguna endurspeglast í einstaklinga­ sögunni, stóru söguna endurspeglast í hversdagslífinu. Í kringum 20. janúar verður svo nokkurskonar uppgjör þeirra á milli og í framhaldinu rifjar Markús upp sársaukafullan atburð frá upphafi samlífis þeirra. Einmitt um þetta leyti nær búsáhaldabyltingin hámarki, þ.e.a.s. 21. janúar og þá gerir Markús tilraun til að taka þátt í mótmælunum. Áður hefur hann að því er virðist viljað sem minnst vita af þeim, a.m.k. lítið fært til bókar um þau málefni í dagbókina. En þetta kvöld drífur hann sig af stað á Austurvöll: Ég hafði mætt þarna til að steyta hnefa, mótmæla stöðunni og krefjast breytinga, en ég var á kolröngum stað, við jarðarför ókunnugs manns. Mér fannst ég asni að halda að ég gæti fengið eitthvað annað en útrás þarna fyrir framan Alþingishúsið, þau sem þar störfuðu höfðu ekkert með mín vandamál að gera, allavega gætu þau tæplega brugðist við áskorun minni um að spóla snöggvast sjö ár aftur í tímann og gefa mér annað tækifæri (bls. 106). Þrá Markúsar eftir öðru tækifæri er auðvitað hluti af brotinni sjálfsmynd hans. Birtingarmynd þeirra bresta felst í efasemdum um að hann hafi valið rétta leið í lífinu. Þessar efasemdir Markúsar birtist víða í dagbókarfærslunum og vegna þeirra leitar hugur hans sífellt meira aftur til fortíðarinnar, til að skilja sjálfan sig og samband þeirra Hörpu betur. Átakanlegt dæmi um þetta er örvænting­ arfull tilraun hans til að „spóla snöggvast sjö ár aftur í tímann“ með því að reyna að nota lykilinn að íbúð þeirra Hörpu að gömlu íbúðinni sinni á Stúd­ entagörðunum. Flótti Markúsar á vit skrifa og bókmennta er ekki tilviljun því lesandanum er víða bent á að hugur hans hafi staðið til einhvers annars en viðskiptafræði og þaðan inn í banka. Á snyrtilegan hátt er bókmenntaáhugi Markúsar einnig notaður til að benda á hve mikið hjóm efnishyggjutilvera hjónaleysanna er. Þau eru áskrifendur í bókaklúbbi og ákveða í rælni að kaupa upp allan klúbbinn fram að þeim tíma sem þau gerast áskrifendur:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.