Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 142

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 142
D ó m a r u m b æ k u r 142 TMM 2010 · 4 kvæmnislegustu, hlýtur að varpa skugga á einlægni höfundarins. Írónía eirir engu – allra síst sjálfum höfundinum – eða ljóðmælandanum er líklegast best að segja hér – eins og í ljóðinu „taka tvö“ sem fjallar um tilraun til sjálfsmorðs og hefst með lýsingu á „hnignandi líkama“ og grafskriftin hljóðar uppá: „hefðir getað gert betur“ eða „gast verið verri“. Annað sjálfsávarp er í „Skugga“, en þar hefur ellin sest á andlit ljóðmælanda „eins og gríma“, fegurðin „fölnandi blóm innan um birkihríslur og banaspjót“. Í lokalínuninni hefur ljóðmælandi þurrkað sjálfan sig algerlega út: „Sú kenning er um skugga að þeir séu af ein­ hverjum“. Hér getur lesandi ekki annað en skynjað samsömun með höfundi, upplifað tengsl. Meðvirknin verður kannski hvað öflugust í ádeiluljóðunum, en án þess að Högg á vatni sé einhver kreppubók (eins og svo margar bækur síðasta árs voru), þá stingur Hermann reglulega á ýmsum samfélagslegum málefnum í ljóðun­ um, málefnum sem augljóslega tengjast græðgisvæðingunni og hruninu sem fylgdi. Í fæstum tilvikum er þó hægt að negla niður einhverjar beinar skírskot­ anir, það er frekar að lesandanum er boðið uppá að velta fyrir sér mögulegum túlkunum eins og í ljóðinu „Einfalt“: Einfalt, þægilegt, hratt og öruggt, glumdu skilaboðin uns dag einn var svo komið að lífið var svo einfalt að það tók því ekki lengur að lifa því. Ádeilan er þó snörpust og beinskeyttust í ljóðinu „Högg af vatni“, sem er prósaljóð og jafnframt lengsta ljóð bókarinnar. Ljóðið birtist snemma í bókinni og setur óneitanlega tóninn fyrir það sem á eftir kemur. Og það er hér sem 2. persónu stíllinn verður hvað mest knýjandi, í ávarpi (sem vel getur verið sjálfs­ ávarp) til hins andvaka manns og vangaveltum um hvað það er sem heldur honum vakandi. Ljóðið hefst svo: Það er ekki lekinn í vaskinum, dripp dripp, sem heldur fyrir þér vöku, ekki rokið sem lætur svona við trén fyrir utan húsið þitt, húsið sem þekkja má á gulum plastpoka sem í þessum töluðum orðum fýkur framhjá með hvissi, vindurinn sem þekkja má á hausthljóðinu. Nei, það er ekkert af þessu sem heldur vöku fyrir lesandanum, heldur „maður úti við tröppur sem rjátlar við ruslið þitt“. En upptalningin á áhyggjuefnum heldur samt áfram, þú átt ekki heima á þessum tíma sem þú hefur fæðst inní, heimurinn er óréttlátur og það er tómahljóð í tilverunni. Svo má nefna fláræði manna sem falsa undirskriftir til að rjúka í stríð, tvírætt viðhorf til byltingar­ innar og galtóma frasa réttlætisriddaranna, sjálfsvorkunnarsífur smákónga og skuldirnar. Ekki má heldur gleyma gjamminu á markaðnum, vonbrigðunum og framtíðinni sem farin er í vaskinn, hróðugum nýskáldum og hatrinu á hungraða fólkinu við hinn enda veraldarinnar. Nei, ekkert af þessu er vanda­ mál, heldur „eitthvað miklu einfaldara eins og maður að rjátla við ruslatunnu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.