Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Síða 143
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2010 · 4 143
til að sækja þangað eitthvað sem hann vanhagar um og er ekki lengur neinum
til gagns, engum nema honum“. Og ljóðið endar svo:
Skyldi hann aldrei aldrei aldrei ætla
að ljúka sér af og hvað er það sem farið hefur forgörðum
og hvað vill hann við húsið sem þekkja má af gulum
plastpoka sem í þessum töluðum orðum fýkur framhjá
með hvissi?
Fyrir utan að draga fullkomlega upp stemningu andvökunnar, ekki síst það
hversu tíminn tæmist í það sem virðist vera endalaust augnablik og ýmiskonar
órar hrannast upp, þá kallar ljóðið á margvíslegar vangaveltur um mörk hins
persónulega og samfélagslega (einkarými og opinbert rými) sem til dæmis
birtist í manninum sem rótar í ruslinu og stendur einmitt á þessum mörkum.
Nóttin er svið þarsem skýrar markalínur leysast upp, eins og þetta undarlega
ástand á mörkum svefns og vöku sem nefnist andvaka. Hugsanir brjótast
óheftar fram og allt rennur saman í eitt, persónuleg vandamál og beiskja,
áhyggjur af stöðu heimilisins, samfélagsins og heimshryggð almennt, en ekkert
af þessu er þó vandamálið, heldur leitar hugurinn að einhverri haldbærari
ástæðu, rjátli við rusl. Maðurinn sem rótar í ruslinu er auðvitað er sá sem hefur
tapað leiknum í þjóðfélagi sjálfhverfra smákónga og innantómra réttlætisridd
ara. Sem slíkur er hann í raun fulltrúi alls þess sem ásækir hinn andvaka
mann, eins og kemur fram í línunni „hvað er það sem farið hefur forgörðum“
og má heimfæra bæði uppá rusl, eitthvað sem er hent, en líka þá tilveru sem við
erum stöðugt að eyðileggja fyrir sjálfum okkur á einn eða annan hátt. Því við
búum einmitt í samfélagi og heimi sem farið hefur forgörðum, að því er virðist
á einu augnabliki – því augnabliki þegar bónuspokinn, þetta tákn neyslu
menningar okkar, fauk framhjá okkur með hvissi. En jafnframt er maðurinn í
ruslinu frjáls undan oki neyslusamfélagsins, hann er fulltrúi þess sem engu
sóar en nýtir allt, sem ekkert á og þarf því ekki að hafa áhyggjur af skuldum,
því líf hans miðast aðeins við daginn í dag, eða réttara sagt nóttina í nótt, það
augnablik sem plastpoki fýkur hjá – og er gripinn til að vera endurnýttur undir
allt það sem farið hefur forgörðum. Þessvegna ert þú andvaka, því þú ert fangi
á eigin heimili, í eigin samfélagi og heimi, meðan sá sem ríslar í ruslinu er
frjáls, hann þarf ekki að sofa á nóttunni frekar en hann vill og sleppur því við
andvökur.
Hér er ég auðvitað komin í samræðu við þetta ljóð, tek upp þráðinn og spinn
áfram, alveg eins og góðir siðir segja fyrir um. Því eins og bent var á hér í upp
hafi er ekki annað hægt en að lenda í samtali við ljóð sem ávarpa lesandann svo
ákveðið og krefja hann stöðugt um að velta fyrir sér stöðu sinni. Í síðasta og
þriðja hluta bókarinnar eru nokkur löng ljóð sem öll einkennast af slíku sam
tali við lesanda. „Annað líf“ er þó ekki ætlað lesandanum heldur ljóðmælanda
sjálfum sem meðal annars hittir sjálfan sig fyrir „í andrými einverustunda /
augnablikum með sjálfum þér“ og það kemur honum á óvart hversu „við