Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 145
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2010 · 4 145
er á botninn hvolft vildi ég aðeins ná til þín. Annað vildi ég ekki.“ Hver er þessi
ég sem ætlunin er að ná til? Ég sem les bókina eða einhver innbyggður lesandi,
eða einfaldlega einhver sem ljóðmælandi elskar? Hver sem þetta nú er þá er það
freistandi að sjá ljóðabókina Högg á vatni sem einskonar tilbrigði við þessa
ónefndu skáldsögu, sem endar á orðunum „Ertu þarna enn? Hér er skipt um
hljóm. / Endir.“
Tilvísanir
1 Sjá ritdóm Gunnþórunnar Guðmundsdóttur, „Vertu til er ljóðin kalla á þig“ á bokmenntir.is,
síðast skoðað 060810.
2 Sjá grein Hermanns Stefánssonar, „Úr orðabók ríkjandi viðhorfa“, í Sjónhverfingar: Fjar-
vistarsannanir fyrir íslenskan veruleika, Reykjavík, Bjartur 2003.
3 Sama, bls. 90.
4 „Dauði Barthes: Undanþeginn herskyldu“, í Sjónhverfingar.
5 Hér vísa ég til höfundar sem margklofinnar veru, að hætti Foucaults: höfundarins sem ber
nafnið Hermann Stefánsson, höfundar sem er á póststrúktúralískan hátt afkvæmi eigin verka,
og höfundar sem er meiri manneskja, eins og Hermann orðar það sjálfur.