Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 114
J ó n S i g u r ð s s o n
114 TMM 2017 · 4
(Njörður 1973:143). Bent hefur verið á að Bjartur sé eins konar norrænn Don
Kíkóti, blindaður að berjast við vindmyllur. Honum hefur verið líkt við Lé
konung með Kordelíu í fangi, í leikriti Shakespeares (Hallberg 1970:246).
Ýmsir hafa séð í verkinu ömurlegan ósigur og niðurlægingu Bjarts og
fjölskyldu hans. Hreppstjórinn á Úti-Rauðsmýri tekur beitarhúsin aftur til
sín, en fjölskylda kotungsins hrökklast á fjöll. Menn telja verkið harmleik
í fimm þáttum að hefðbundnum hætti, og nefnir Halldór Guðmundsson
það einkenni verksins að Bjartur tapar einhverju mikilsverðu í hverjum
þætti (Halldór 1996:80). Vésteinn Ólason hefur bent á að Bjartur hefur ein-
kenni hetjunnar og vitnar til orða skáldsins að hetja getur: „horfst í augu við
þýngstu reynslu og algerðan ósigur í lífi sínu …“ (Vésteinn 1993:35. Hall-
dór 1946:Minnisgreinar um fornsögur). Vésteinn sér fleiri fleti og hliðar á
verkinu, en segir: „Út frá þessu er Bjartur tragísk hetja“ (Vésteinn 1993:37).
En skilgreining þessa skáldverks er ekki einhlít. Harmleikur á að birta harm-
rænt val. Þar er kostum búin hetja sem verður að velja um einhverjar eilífar
frumkvaðir mennskunnar, en hefur aðeins illa valkosti, engan góðan. Þrjóska
og geðþótti Bjarts rjúfa allar slíkar hömlur og stefna áfram og út, og líf Ástu
er líka á öðrum brautum.
Í einni vídd virðist sagan af Bjarti og fjölskyldu hans við fyrstu sýn ein-
tómar blekkingar og sjálfsblekking. „Sjálfstæði“ þessa unga bónda er í því
fólgið að kot er sett undir lepp. Varla getur söguefni sem fremur vísar til arf-
tekinna samfélagshátta eða er andstæðara nýrri sjálfsábúðarstefnu bænda. En
í þessu verki skipta aðrar ástæður og áhrif meira máli. Verkið er hljómkviða
óvæntra mótsetninga. Sjálfsblekking og þrautseigja í nauðum geta leikist á
og orkað til eflingar. Og ekki smækkar þetta endilega óskadrauma, dugnað
og harðfylgi ungrar fjölskyldu í erfiðleikum. Líklega er nær að ætla að hér
sé vitni um hamarinn sem Bjarti er ætlað að klífa. Og þetta rekst alls ekki á
víðtækan samfélagsboðskap verksins.
Verkfallsmenn hafa djúp áhrif á Bjart. Stolið brauð ögrar hugmyndum
hans um heiðarleika og það ögrar stolti hans að þiggja af öðrum. Efa-
semdir vakna um hollustu við stjórnvöldin, og nú er Rússakeisari fallinn (H
2011:710–716). – Er allt að riðlast? Er hér að hefjast endurmat allra gilda í
anda Nietzsches (Umwertung aller Werte)? En Bjartur fer ekki alla leið heldur
stansar við. Hann velur loks aðra stefnu og tekur smáheim eigin fjölskyldu,
fátæktarhokur og basl, fram yfir aðra kosti.
Fræðimenn hafa fjallað um þá hlið verksins sem veit að samfélagsmálum,
landbúnaði og stjórnmálum. Þeir hafa borið söguna við mælistikur sam-
félagslegrar raunsærrar skáldsögu og metið frávik og sérstöðu. Hér er því
haldið fram að skilgreiningin geti ekki verið einhlít, það sé engin ein kór-
rétt niðurstaða um þetta; til slíks sé verkið of margrætt, of lifandi auðugt.
Hér verður sagt að mestu skiptir að sagan er baráttusaga, meðal annars um
margan ósigur fyrir öðrum og fyrir sjálfum sér. Hún lýsir bæði innri og ytri
baráttu, og þessi barátta er eðlislæg manninum, endalaus og eilíf.