Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Page 6
H e l g a K r e s s
6 TMM 2018 · 4
Helga Kress
„Eins og hún gæti stokkið
út úr orðunum …“
Um uppreisn kvenna og samskipti kynjanna
í bókum Jakobínu Sigurðardóttur
Væri það efni í brag?
Vísirinn tifar. Tíminn líður
án tafar. Hvað gerðist í dag?
Hreingerning, þvottur, verksmiðjuvinna. –
Væri það efni í brag?
Þessa spyr Jakobína Sigurðardóttir við upphaf rithöfundarferils síns í
kvæðinu „Náttmál“ sem í ljóðabók hennar Kvæðum frá 1960 er ársett við
1946. Spurningin felur í sér svarið. Samkvæmt bókmenntahefð er daglegt líf
kvenna ekki frambærilegt viðfangsefni. Konan í ljóðinu er skáld, og ljóðið er
ljóð um ljóð sem hún er að yrkja að dagsverki loknu. „Það líður að nótt“ og
enn á hún eftir að yrkja „dagsins ljóð“. Hún er ein og hún er inni. Hún opnar
glugga, um hana leikur „náttloftið svalt“ og hún spyr: „Er lífið þar úti?”1
Í „Heimsókn gyðjunnar“ sem birtist fyrst í kvennatímaritinu Melkorku
1955 kemur skáldskapargyðjan til skáldkonunnar þar sem hún er í miðjum
húsverkunum, nánar tiltekið að þvo kjallarastigann. Þetta er afar myndrænt
og eftir því frumlegt ljóð um samskipti þeirra beggja, þar sem önnur talar,
en hin þegir:
Þú stendur í kjallarastiganum miðjum
og starir í augu mér hljóð.
Víst ber mér að játa, ég bar til þín hug
og brotin mín lagði í sjóð.
Eins og „Náttmál“ er „Heimsókn gyðjunnar“ ljóð um sjálft sig sem skáld-
konan gefst upp við, eins mótsagnakennt og það nú er, því þarna er það komið
á prent, heil níu erindi. Húsverkin eru endalaus. Að loknum stigaþvotti þarf
hún að færa upp soðninguna „af starfsmönnum hungruðum þráð“ og leggja
á borðið:
TMM_4_2018.indd 6 6.11.2018 10:22